Notendaleiðbeiningar / IS
Svara/ljúka/hafna símtali
Flestir símar senda eigið merki um símtal í höfuðbúnaðinn. Ef það á ekki við eru sjö mismunandi tónar til staðar fyrir símtöl.
1. Símtali er svarað með því að ýta stutt á hnappinn kveikja/slökkva. Fjórir hækkandi tónar staðfesta að símtalið er tengt
2. Símtali er lokið með því að ýta stutt á hnappinn kveikja/slökkva. Fjórir lækkandi tónar staðfesta að símtalinu er slitið.
3. Haldið hnappinum kveikja/slökkva inni í tvær sekúndur til að hafna símtali. Tveir staðfestingartónar heyrast.
Stilling á hljóðstyrk í símtali
1. Aukið hljóðstyrkinn með því að ýta á hnappinn til að HÆKKA (A:9)
2. Minnkið hljóðstyrkinn með því að ýta á hnappinn til að LÆKKA (A:7)
Rofin Bluetooth®-tenging
Ef Bluetooth®-tengingin rofnar vegna þess að farið er út fyrir mörk drægis (lengra en 10 metrar) heyrast þrír tónar í
höfuðbúnaðinum og ýta þarf einu sinni á hnappinn kveikja/slökkva til að koma aftur á tengingu þegar notandinn er innan
fjarlægðarmarkanna. Ef engin tenging næst innan 15 mínútna slokknar sjálfkrafa á höfuðbúnaðinum. Haldið hnappinum kveikja/
slökkva inni í þrjár sekúndur til að endurræsa höfuðbúnaðinn.
Viðvörun um litla hleðslu á rafhlöðu
Þegar hleðsla rafhlöðunnar fer dvínandi og um það bil ein klukkustund er eftir af notkunartíma hennar heyrist hljóðmerki með
fjórum tónum í höfuðbúnaðinum. Þá ætti að hlaða rafhlöðuna eins fljótt og hægt er. Höfuðbúnaðurinn slekkur á sér þegar
rafhlaðan tæmist.
Rafhlaðan hlaðin
Hlaðið höfuðbúnaðinn fyrir fyrstu notkun!
Af öryggisástæðum er sjálfkrafa slökkt á öllum aðgerðum höfuðbúnaðarins við hleðslu.
Höfuðbúnaðurinn byrjar að hlaðast þegar hann er tengdur við USB-aflgjafa.
Notið USB-snúruna sem fylgir höfuðbúnaðinum (B:2). Gangið úr skugga um að hleðslusnúran sé rétt tengd við hleðslutengi
höfuðbúnaðarins (A:11) og USB-aflgjafann (þ.e. USB-tengi á tölvu eða í bíl, eða millistykki fyrir USB-hleðslu farsímans).
Gangið úr skugga um að aflgjafinn sé af LPS-gerð og samþykktur í samræmi við staðbundnar tilskipanir um rafeindabúnað.
Tæknilýsing fyrir aflgjafa: DC 5V úttak 1000 mA (Limited Power Source - LPS).
Ljósdíóðan á höfuðbúnaðinum (A:6) lýsir með stöðugu skærgrænu ljósi við hleðslu.
Þegar rafhlaðan er fullhlaðin breytist ljósdíóðan úr skærgrænum í mildari grænan lit.
Full hleðsla tekur um það bil þrjár klukkustundir.
Notkunartími rafhlöðunnar er u.þ.b. 38 klukkustundir með virkri Bluetooth®-tengingu (A2DP og/eða HFP, HSP).
Biðstöðutíminn er 100 klukkustundir án virkrar Bluetooth®-tengingar.
Mikilvægt!
• Skiljið höfuðbúnaðinn aldrei eftir án eftirlits meðan verið er að hlaða hann.
• Ekki nota höfuðbúnaðinn meðan verið er að hlaða rafhlöðuna.
• Notið eingöngu aflgjafa sem framleiðandi tilgreinir.
• Aðeins skal hlaða höfuðbúnaðinn við stofuhita (10-25°C).
• Þessi vara inniheldur innbyggða litíum-rafhlöðu og eingöngu viðurkenndir þjónustuaðilar mega skipta um hana.
• Ekki reyna að opna rafhlöðuhólfið með neinum hætti, ekki taka rafhlöðuna í sundur, kremja hana eða láta hana vera nálægt
miklum hita eða eldi.
• Notkunarhitasvið fyrir rafrænar aðgerðir: -20°C til +55°C
• Ef þessum leiðbeiningum er fylgt er ólíklegt að varan valdi neinni hættu í skilningi EN 60950-1.
Hlutar (mynd A)
A:1. Höfuðband úr hitadeigu efni
A1a. Festing úr hitadeigu efni fyrir hjálm/hettu
A1b. Hús fyrir festingu úr hitadeigu efni
A1c. Stálfjöður (innan í)
A:2. Festing sem líkist ístaði
A:3. Útskiptanlegir eyrnapúðar fylltir með frauði
A:4. Útskiptanlegur höfuðpúði fylltur með frauði
A:5. Tengingarleiðsla milli vinstri og hægri eyrnaskálar
A:6. Ljósdíóða
A:7. Hnappur til að LÆKKA hljóðstyrk
A:8. Hnappur til að kveikja/slökkva
A:9. Hnappur til að HÆKKA hljóðstyrk
A:10. Hljóðnemi til að tala í
A:11. Hleðsluinnstunga
Aukabúnaður og varahlutir (mynd B)
B:1. Hreinlætisbúnaður: 380684118
B:2. USB-hleðslusnúra: 380684100
Skipt um hreinlætisbúnað (mynd D)
1. Fjarlægið gamla hljóðdeyfifrauðið og komið nýju fyrir.
2. Togið út gömlu eyrnapúðana.
3. Komið nýjum eyrnapúðum fyrir í gatinu, fyrir miðju.
4. Ýtið með fingri meðfram ytri hliðum eyrnapúðans þar til hann festist við brúnina, allan hringinn.
5. Togið út gamla höfuðpúðann og komið nýjum fyrir.
87