ÍSLENSKA
Leiðbeiningar fyrir uppsetningu
1. Speglaflísar er hægt að festa við nánast
allt slétt yfirborð.
2. Ekki er ráðlegt að festa þær í loft, á
baðherbergi eða þar sem raki er mikill.
3. Festið sjálflímandi hornin á slétt, hreint
og þurrt yfirborð sem er laust við ryk,
bón og silíkongljáa. Þau ætti að festa við
stofuhita, ef mögulegt er.
4. Til að hornin límist betur á gljúpa fleti,
eins og krossvið og spónaplötu, er hægt
að bera háglansandi lakk á yfirborðið.
5. Takið sjálflímandi hornin af pappírnum
án þess að snerta límið og þrýstið þeim
á bak speglaflísanna.
6. Dragið hlífðarfilmuna af hornunum og
festið speglaflísarnar við yfirborðið.
Gangið úr skugga um að speglaflísarnar
séu strax festar á réttan stað því mjög
erfitt er að færa þær og þær er aðeins
hægt að festa aftur með sjálflímandi
hornum.
7. Hafið um 1 mm breitt bil á milli flísanna
því þær geta hliðrast til.
9