Anleitung_MS_2245_SPK7:_
Eldsneyti sem mælt er með
Sum bensín eru blönduð með alkóhóli eða öðrum
efnum til þess að tryggja að reglur séu haldnar um
umhverfisvernd. Mótorinn gengur vel með öllum
gerðum eðlilegs bensíns, einungis með súrefnisríku
bensíni. Notið samt blýlaust bensín.
Keðja og sverð smurð
Í hvert skipt sem að bensín er sett á sögina verður að
fylla á keðjuolíuna. Hér er mælt með notkun á
venjulegri keðjuolíu.
Athugun fyrir gangsetningu mótors
Varúð: Gangsetjið sögina aldrei ef að sverðið er
ekki rétt ásett eða sögin ekki full samansett.
1. Fyllið eldsneytisgeiminn (A) með réttri blöndu
(mynd 8).
2. Fyllið olíutankinn (B) með keðjuolíu (mynd 8).
3. Gangið úr skugga um að keðjubremsan (C) sé
óvirk (mynd 8) áður en að mótorinn er gangsettur.
Eftir að búið er að fylla á olíugeyminn verður að loka
geyminum með lokinu og herða það með hendinni.
Notið ekki verkfæri til þess að herða lok geymisins.
6. Notkun
6.1 Mótor gangsettur
1. Setjið höfuðrofann (A) á "I" (mynd 9A).
2. Togið ádreparann (B) út (mynd 9B).
3. Þrýstið á bensíndæluna (C) 10 sinnum (mynd 9c)
4. Leggið sögina á sléttan og harðann flöt. Haldið
söginni fastri með fætinum eins og sýnt er á
myndinni. Dragið gangþráðinn snökt út tvisvar.
Varist að keðjan snýst! (mynd 9D).
5. Þrýstið ádreparanum (B) alla leið inn (mynd 9B).
6. Haldið söginni fastri og togið gangþráðinn
snögglega 4 sinnum út. Nú ætti mótorinn að fara í
gang (mynd 9D).
7. Hitið mótorinn í 10 sekúndur. Þrýstið að lokum
stuttlega á bensíngjöfina (D), nú fer mótorinn í
eðlilegan hægagang (mynd 9E).
Ef að mótorinn fer ekki í gangi, endurtakið þá skrefin
sem lýst var hér að ofan þar til að mótorinn gengur í
hægagangi.
Varúð: Dragið kveikiþráðinn varlega út þar til að
mótstaða myndast áður en að hann er dreginn út með
afli. Látið þráðinn ekki hrökkva hratt til baka.
14.12.2010
10:14 Uhr
Seite 177
6.2 Heitur mótor gangsettur
1. Athugið að höfuðrofinn sé á "I"
2. Togið startarann ekki út oftar en 6 sinnum.
Mótorinn ætti að fara í gang.
6.3 Slökkt á mótor
1. Sleppið bensíngjöfinni og bíðið þangað til að
mótorinn er kominn í hægagang.
2. Setjið höfuðrofann á "0" til þess að drepa á
honum.
Tilmæli: Gerið keðjubremsuna virka til þess að
stöðva mótorinn í neyðartilfelli og setjið þvínæst
höfuðrofann í stöðuna "stopp (0)"
6.4 Almennar leiðbeiningar um sögun
Varúð: Einungis mega aðilar með þekkingu fella
tré.
Fellt
Að fella er átt við að fella tré. Lítil tré með þvermálið
15-18cm eru vanalega felld með einum beinum skurði.
Í stærri tré verður að saga fleygskurð. Með fleygskurði
er hægt að áætla þá átt sem að tréð fellur í.
Varúð: Áður en að sagað er verður að
skipuleggja flóttasvæði (A) og rýma það. Flóttasvæði
ætti að vera á gagnstæðri átt við fallsvæði trés eins
og sýnt er á mynd 11.
Varúð: Ef að tré eru felld í halla ætti notandi
sagarinnar að staðsetja sig ofan við tréð í hallanum
þar sem að tréð rúllar eðlilega niðurávið eftir að það
fellur.
Tilmæli: Fallátt (B) er áætluð með fleygskurði. Áður
en að fallátt er áætluð verður að taka til greina
náttúrulegan halla trésins og í hvaða átt greinar
standa (mynd 11).
Varúð: Fellið ekki stór tré ef að mikill vindur er, ef
að vindáttin er ekki stöðug né ef að hætta er á
skemmdum eigna. Hafið samband við fagaðila áður
en að stór tré eru felld. Fellið ekki tré sem gætu fallið
á rafmagnsleiðslur eða þessháttar. Ef hætta er á því
verður að hafa fyrst samband við aðila sem ábyrgur er
fyrir þeim leiðslum.
IS
177