ISL
Þráðlausi 2-rása innbyggði rofinn ITL-2000 er til að KVEIKJA-slökkva með
þráðlausum hætti á 2 tækjum sem eru allt að 1000 vött hvort um sig.
Til innbyggingar í ljósalögn eða fasta lögn rafmagnstækja. Hægt að setja
í og á veggi!
Hægt er að nota alla intertechno þráðlausa senda frá framleiðsluári
1995.
Uppsetning (aðeins menntaður rafvirki):
1.) Slökkvið á aðalvari.
2.) Framkvæmið tengingar samkvæmt mynd 1 og 2.
Kóðun (Mynd 3)
Fara skal eftir notkunarleiðbeiningum sendisins.
3.) Kveikið aftur á vari og verið með viðeigandi sendi við höndina.
Nú er hægt með fínum pinna (t.d. bréfaklemmu, kúlupenna) að
kveikja og slökkva á hverri rás til að athuga með tengingarnar ef ýtt er
á pörunarhnappinn (L).
4.) Með því að ýta lengur á pörunarhnappinn (L) svo að LED ljósið blikkar
er þráðlausi móttakarinn tilbúinn til þess að taka við kóðun sendisins
5.) Ýtið strax á hnappinn KVEIKJA á sendinum!
LED ljósið blikkar 2x til staðfestingar.
Þar með er kóðuninni lokið.
Fyrir seinni rásina skal endurtaka atriði 4.) og 5.)
Ef ekkert merki er sent innan 10 sekúndna er pörunarferlinu sjálfkrafa
hætt.
Hægt er að para 16 mismunandi kóða eða senda fyrir hverja rás.
Við notkun á mörgum þráðlausum móttökurum myndast margvíslegir
notkunarmöguleikar eins og að kveikja á einu tæki eða hópum.
Kóðunin hverfur ekki þótt rafmagnið fari af.
Að eyða stökum kóðum:
Eins og sýnt er í 4.) og 5.) skal ýtt á hnappinn SLÖKKVA í staðinn fyrir
hnappinn KVEIKJA.
Að eyða öllum kóðum:
Haldið pörunarhnappinum (L) inni í um 6 sek. þangað til
LED ljósið fer að blikka.
Notkunarleiðbeiningar
ITL-2000
›