Hreinsið vélina gaumgæfilega Þegar eftir
notkun.
Ef Þið hafið notað teningsrist (3:G), látið
hana sitja eftir í vélinni og ýtið fyrst
teningunum sem eftir sitja út með burstanum
(7:B).
Fjarlægið lausa hluta og Þvoið Þá og Þurrkið
vel.
Þvoið aldrei hluti úr léttmálmi í uppþvottavél
nema þá sem merktir eru "diwash".
Allan aukabúnað merktan "diwash" má þvo í
uppþvottavél.
Öll skurðaráhöld má þvo í uppþvottavél.
þurrkið af vélinni með rakri grisju.
Skiljið aldrei hnífa skurðarskífnanna eftir
blauta Þegar Þeir eru ekki í notkun.
Geymið alltaf skurðarskífurnar (3) á
verkfærahenginu (7:A) á veggnum.
Notið aldrei oddhvöss verkfæri né
háÞrýstidælu.
Sprautið aldrei vatni á hliðar vélarinnar.
GANGIÐ ÚR SKUGGA
UM VIKULEGA
Að vélin stöðvist Þegar Þrýstiplötu
vogaraflsmatarans (8:A) er snúið til hliðar
Þannig að opið (8:B) verði stærra en 45
mm. Ef Það bregst verður löggiltur fagmaður
að breyta stillingu stöðvunarhnappsins (8:H).
Hann er losaður/festur með lyklinum (8:I).
Að vélin fari ekki í gang ef sjálfmatarinn
(1:D) er áfestur án öryggistappans (1:A).
Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á
straumrofa og gangið síðan úr skugga um
að raflínan sé heil og engar sprungur í henni.
Ef önnur hvor öryggisaðgerðin verkar ekki
eða ef sprungur eru í raflínunni ber að kalla
á viðgerðarmann áður en vélin er tengd
aftur.
Að drifreimar (8:E) séu spenntar. Sjá
DRIFREIMAR SPENNTAR.
Að sýnilegar skrúfur og boltar séu vel fest.
Að ásöxull vogaraflsmatarans (8:G) sé
hreinn og snúist óhindrað.
Að hnífar og rifjárn séu heil og bíti vel.
DRIFREIMAR SPENNTAR
Losið gúmmítappana fjóra sem halda
hlífðarplötu á neðri hlið vélarinnar og
fjarlægið hlífðarplötuna.
Losið skrúfurnar fjórar (8:C) sem halda vélinni
fastri.
Losið lásróna (8:D) og spennið reimarnar með
spenniskrúfunni í lásrónni miðri Þannig að unnt
sé með meðalafli að ýta reimunum inn u.Þ.b.
10 mm.
Festið aftur lásróna og skrúfurnar og setjið
hlífðarplötuna á sinn stað.
BILANALEIT
BILUN: Vélin fer ekki í gang eða stöðvast og
fer ekki aftur í gang.
VIÐBRÖGÐ: Gangið úr skugga um að
tengillinn sitji í vegginnstungu eða stillið
straumrofann í stöðu "I". Sjáið um að
vogaraflsmatarinn (8:F) eða sjálfmatarinn
(1:D) séu settir rétt á vélina. Skrúfið
öryggistappann (1:A) á ef sjálfmatarinn er í
notkun. Færið Þrýstiplötu vogaraflsmatarans
(8:A) inn að miðju. Ýtið á
gangsetningarhnapp. Gangið úr skugga um
að vör í töfluskáp á staðnum séu heil og hafi
rétta amper-tölu. Bíðið nokkrar mínútur og
reynið að gangsetja vélina á nýjan leik.
Kallið til viðgerðarmann.
BILUN: Vélin vinnur illa eða sker slælega.
VIÐBRÖGÐ: Veljið rétta skurðarskífu eða
samsetningu á skurðarskífum (3). Skrúfið
láshulstrið (2:A) á ef vogaraflsmatarinn er í
notkun. Gangið úr skugga um að hnífar og
rifjárn séu heil og bíti vel. þrýstið hráefninu
laust niður. Spennið drifreimar (8:E)
samkvæmt fyrirmælum í DRIFREIMAR
SPENNTAR.
BILUN: Skurðarskífan (3) situr blýföst.
VIÐBRÖGÐ: Notið ávallt útmatarann (2:B).
Notið Þykkan leðurhanska eða annað sem
hnífar skurðarskífnanna ná ekki gegnum og
snúið skurðarskífunni réttsælis Þangað til hún
losnar.
BILUN: Láshulstrið (2:A) situr blýfast.
VIÐBRÖGÐ: Beitið ristalosara (6:B) á
láshulstrið og skrúfið réttsælis.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
VÉL: Mótor: 1 hraði, 0.55 kW, 230 V,
1-fasa, 50 Hz, hreyfilvörn stillt á 5.2 A. 400
V, 3-fasa, 50 Hz, hreyfilvörn stillt á 1.6 A.
Reimdrifinn. Öryggiskerfi: einn öryggisrofi.
Varnarflokkur: IP44. Veggtenging:
Jarðtengd, 1-fasa, 10 A. Jarðtengd 3-fasa,
16 A. Bræðivör í töfluskáp á staðnum 10 A
treg. Hljóðstyrkur LpA (EN 31201): < 70
dBA.
SKURÐARSKÍFUR: þvermál: 185 mm.
Snúningshraði: 480 snún./mín.
EFNI: Vélarhús: Polyuretan. Hráefnisrás:
Acetal. Vogaraflsmatari: Acetal. Sjálfmatari:
Nylonhúðaður léttmálmur. Tengibúnaður:
Ryðfrítt stál. Öryggistappi: Álblendi. Skífur
skurðarverkfæra: Ál eða acetal.
Skurðarhnífar: Hnífastál í hæsta gæðaflokki.
NETTÓÞYNGD: Vél ásamt vogaraflsmatara:
22 kg. Sjálfmatari: 4 kg. Skurðarskífur:
U.Þ.b. 0.5 kg að jafnaði.
STAÐLAR: NSF STANDARD 8, EU.
Vélartilskipun: 89/392 EEC.