Anleitung_A-H_1600_SPK7:_
IS
5. Fyrir notkun
Áður en tækið er tekið til notkunar verður að ganga úr
skugga um að spenna rafrásarinnar sem nota á sé sú
sama og gefin er upp í upplýsingarskilti tækisins.
Takið tækið ávallt úr sambandi við straum á meðan
að tækið er stillt.
Leytið með leiðsluleitara þar sem nota á tækið og
gangið úr skugga um að þar séu engar
rafmagnsleiðslur, gasleiðslur eða vatnsleiðslur.
5.1 Aukahaldfang (myndir 2-3)
Notið brothamarinn eingöngu með
aukahaldfanginu af öryggisástæðum.
Aukahaldfangið (3) bíður aukið hald á brothamrinum á
meðan að unnið er með honum. Ekki má nota tækið
án aukahaldfangs (3) af öryggisástæðum. Snúa má
aukahaldfanginu eftir þörfum. Til þess verður að losa
báðar skrúfurnar (a) með sexkantinum (8) og halda
rónum (b) föstum á móti með skrúflyklinum (7) . Snúið
haldfanginu þannig að staða þess bjóði sem
þægilegasta vinnu og herðið skrúfurnar (a) aftur.
5.2 Ítól ísett (myndir 4-5)
Hreinsið ítólið áður en að það er ísett og smyrjið
skaft þess létt með feiti.
Dragið læsingarboltann (4) eins langt út og hægt
er, snúið honum um 180° og sleppið honum
síðan.
Stingið ítólinu inní patrónuna (5) og rennið því
eins langt inn og það kemst. (sjá mynd 5)
Dragið aftur læsingarboltann (4) út, snúið honum
um 180° í hina áttina og sleppið honum síðan.
Athugið hvort að ítólið sé fast með því að toga í
það.
5.3 Ítól fjarlægt
Hér er eins farið að og við ísetningu í öfugri röð.
6. Tæki tekið til notkunar
Varúð!
Til að koma í veg fyrir slys, má einungis nota
tækið á meðan að haldið er á því á báðum
haldföngunum (1/3)! Annars getur myndast hætta á
raflosti ef að tækið kemst í rafmagnsleiðslu!
6.1 Tæki gangsett og slökkt á því (mynd 6)
Gangsetning:
Þrýstið á höfuðrofann (2)
62
18.05.2009
8:52 Uhr
Seite 62
Slökkt á tæki:
Sleppið höfuðrofanum (2).
6.2 Vinnuleiðbeiningar
6.2.1 Meitlar slípaðir
Afkastamikla vinnu er einungis hægt að tryggja með
beittum meitlum. Þess vegna er mikilvægt að slípa
meitlana reglulega til að tryggja góða og örugga vinnu
og lengja þar með líftíma tækisins.
Varúð!
Beita þarf einungis litlum þrýsting á tækið við
meitilvinnu. Ef þrýst er of þétt á tækið getur mótorinn
orðið fyrir of mikli álagi. Yfirfarið meitilinn reglulega.
Skiptið um óbeitta meitla eða slípið þá.
7. Skipt um rafmagnsleiðslu
Ef að rafmagnsleiðsla þessa tækis er skemmd, verður
að vera skipt um hana af framleiðanda, viðurkenndum
þjónustuaðila eða af fagmanni til þess að takmarka
hættu.
8. Hreinsun, viðhald og pöntun á
varahlutum
Áður en tækið er hreinsað skal taka það úr sambandi.
8.1 Hreinsun
Haldið öryggisbúnaði, loftopum og mótorhlífinni
eins rykfríum og lausum við óhreinindi og kostur
er. Þurrkið af tækinu með hreinum klút eða blásið
af því með þrýstilofti við lágan þrýsting.
Mælt er með því að tækið sé hreinsað eftir hverja
notkun.
Hreinsið tækið reglulega með rökum klút og dálítilli
sápu. Notið ekki hreinsi- eða leysiefni þar sem þau
geta skemmt plasthluta tækisins. Gætið þess að
vatn berist ekki inn í tækið.
8.2 Kolburstar
Ef neistaflug er mikið skal láta rafvirkja yfirfara
kolbursta.
Athugið! Aðeins rafvirkjar mega skipta um kolbursta.
8.3 Umhirða
8.3.1 Staða olíu athuguð (mynd 7)
Athuga verður stöðu olíu fyrir hverja notkun tækisins.
Stillið tækinu á gólfið þannig að patróna þess snúi
niðurávið. Yfirborð olíunnar verður að minnstakosti að
vera 3mm yfir neðri kanti glersins (6).