Anleitung_H_F_1000_SPK7:_
IS
Varúð!
Við notkun á þessu tæki eru ýmis öryggisatriði sem
fara verður eftir til þess að koma í veg fyrir slys og
skaða. Lesið því notandaleiðbeiningarnar.
Geymið allar leiðbeiningar vel þannig að ávallt sé
hægt að grípa til þeirra ef þörf er á. Látið
notandaleiðbeiningarnar ávallt fylgja með tækinu ef
það er afhent öðrum.
Við tökum enga ábyrgð á slysum eða skaða sem
hlotist getur af notkun sem ekki er nefnd í þessum
notandaleiðbeiningum eða öryggisleiðbeiningar.
1. Öryggisleiðbeiningar
1. Ekki má leggja meira álag á tækið en leyfilegt er,
þar sem að of mikið álag getur leitt til þess að
keðjutalían skemmist eða þoli minna álag í
framtíðinni.
2. Notið ekki rafknúin aukatæki til þess að knýja
áfram keðjutalíuna. Þessi keðjutalía er eingöngu
ætluð til þess að knýja með handafli.
3. Reynið ekki að gera við burðarkeðjuna. Ef
burðarkeðjan er skemmd, má einungis skipta um
hana af fagmanni. Burðarkeðjan sem er
endurnýjuð verðurð að vera samskonar og sú fyrri
og úr sama efni.
4. Smyrjið burðarkeðjuna fyrir notkun.
5. Ekki má smyrja bremsufletina. Bremsan verður að
vera þurr.
6. Gangið úr skugga um að burðarkeðjan sé ekki
flækt og að hún sé hnútalaus. Séu hnútar á henni,
verðurð að losa um þá fyrir notkun.
7. Gangið úr skugga um að burðarkeðjan sé föst í
burðarpinna fyrir hverja notkun.
8. Standið í sömu stellingu og í sama snúningi og
drifhjólið, þegar að togað er í keðjuna. Dragið ekki
í keðjuna til hliðar. Líkamsstaða verður að vera
traust.
9. Lyftið ekki hlassi yfir fólk. Leyfið ekki fólki að setja
fætur undir hlass. Þegar að hlassi er lyft verður að
vara nærstadda áður.
10. Lyftið ekki fólki með keðjutalíunni.
11. Hluturinn sem lyft er verður að vera tryggilega
festur í króknum. Reynið ekki að lyfta hluti með
oddi króksins.
12. Dragið jafnt í dráttarkeðjuna til að koma í veg fyrir
að hluturinn sem lyft er kastist til eða hristist.
13. Ef að keðjan festist eða ef ekki er hægt að draga
hana lengra, hættið þá að reyna að draga í hana.
Athugið ástæðu vandamálsins og fjarlægið hana.
Reynið ekki að nota keðjutalíuna með afli. Látið
ekki hluti hanga í talíunni.
14. Látið ekki hlass síga þannig að nýtanlegi hluti
keðjunnar sá notaður. Ef togað er of harkalega í
38
14.05.2009
9:35 Uhr
Seite 38
keðjuna á milli keðjuhjóls og burðarpinna, getur
það leitt til skemmda.
15. Látið hlassið ekki komast í snertingu við talíuna,
annars getur hlassið ekki snúist frjálst, skaði
valdist, keðjan getur brotnað eða hjólin geta fests.
16. Yfirfarið tækið reglulega og hirðið vel um það.
Láta verður fagaðila skipta um alla skemmda
hluta þessa tækis.
17. Fara verður vel yfir talíuna og virkni hennar áður
en að hún er notuð, hvort sem er "undir álagi" eða
"án álags".
18. Ganga verður úr skugga um að þyngd þess hlutar
sem lyfta á sé minni en hámarksþyngd talíunnar.
Ef notandi er ekki viss má ekki nota talíuna í það
verk.
19. Aldrei að leggja of mikið álag á talíuna.
20. Farið yfir öryggisatriði, talíuna og smurningu fyrir
vinnu og á meðan að vinna er framkvæmd. Notið
talíuna einungis ef að hún er í fullkomnu
ásigkomulagi.
21. Gangið ávallt úr skugga um að keðjan sé lóðrétt
og sé ekki flækt.
22. Togið ekki skakkt í handkeðjuna né í
burðarkeðjuna.
23. Notið keðjutalíuna ekki ef að umhverfið er eldfimt
eða þar sem sprengihætta er til staðar.
24. Yfirfarið burðarkeðjuna (1), handkeðjuna (2),
festikrókinn (3), burðarkrókinn (4), burðarpinnann
(5), drifhjólið (6) og króklæsinguna (7) reglulega
vegna skemmda; sérstaklega ef að talían hefur
ekki verið notuð lengi.
25. Stillið handkeðjuna (2) þannig millibilað á milli
handkeðju (2) og beygju hennar sé á milli 500-
1000 mm yfir gólfinu.
26. Fylgist vel með bilunum sem geta orðið á meðan
að tækið er notað. Ef að bilun á sér stað verður að
taka talíuna tafarlaust úr notkun.
27. Hitastig notkunarstaðar verður að vera á milli -
10°C og +50°C.
2. Tækislýsing (myndir 1/ 2)
1. Burðarkeðja
2. Handkeðja
3. Festikrókur
4. Burðarkrókur
5. Burðarpinni
6. Drifhjól
7. Krókslæsing