IS
klukkutíma við samfellda notkun.
• Frálag styrkstýrðrar rásar í þessum heyrnarhlífum gæti farið fram yfir dagleg hávaðamörk.
• Frálag rafeindarásar í þessum heyrnarhlífum getur farið fram yfir dagleg hávaðamörk.
Eftirfarandi upplýsingar eiga við um ATEX-vottaðar útgáfur með samanbrjótanlegri höfuðspöng fyrir Tactical XP
aðeins:
Viðvörun: Þessar eyrnahlífar eru í stærðinni stórar. Eyrnahlífar sem uppfylla kröfur í EN 352-1 eru í millistærð eða litlar eða
stórar. Eyrnahlífar í millistærð henta meirihluta notenda. Litlar eða stórar eyrnahlífar eru hannaðar fyrir notendur sem ekki geta
notað millistærðina.
5. VIÐHALD
5:1 Að skipta um eyrnapúða
(E:1) Settu fingur undir brún eyrnapúðans og kipptu honum beint út.
(E:2) Komdu fyrir nýjum frauð- og eyrnapúða.
(E:3) Þrýstu á þangað til hann smellur á sinn stað.
5:2 Hreinlæti
Fjarlægðu eyrnapúðana og hljóðdeyfipúðana (mynd E) ef þú hefur notað heyrnarhlífarnar um langa hríð eða ef raki hefur
myndast inni í skálunum. Hreinsaðu og sótthreinsaðu skálarnar, höfuðspöng og eyrnapúða reglubundið með sápu og heitu
vatni. Gættu þess að tryggt sé að sápan geti ekki valdið notandanum skaða. Láttu heyrnartólin þorna áður en þú notar þau á ný.
Ekki setja heyrnarhlífarnar ofan í vatn!
5:3 Notkun og geymsla
Fjarlægðu rafhlöðurnar áður en tækið er sett í geymslu. Geymdu heyrnartólin ekki við meiri hita en +55ºC, (t.d. ofan á
mælaborði í bíl eða í glugga) eða við lægri hita en -40°C. Notaðu ekki heyrnartækin í meiri hita en +55°C eða undir -20°C.
5:4 Að vernda hljóðnema
Notaðu HYM1000 hljóðnemahlíf til þess að vernda talnemann gegn raka og óhreinindum. Hvernig koma á hlífinni fyrir, sjá Mynd F.
5:5 WEEE-táknið (raf- og rafeindabúnaður til förgunar):
Neðangreind krafa gildir innan Evrópubandalagsins.
EKKI farga vörunni í óflokkuðu sorpi bæjarfélagsins!
Táknið sorptunna með krossi yfir þýðir að öllum EEE-búnaði (raf- og rafeindabúnaði), rafhlöðum og rafgeymum, skuli fargað í
samræmi við reglur á hverjum stað með því að nýta sér móttöku- og afhendingarstöðvar þar.
6. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
6:1 Staðall og vottun
3M Peltor Tactical XP uppfylla kröfur sem fram eru settar í PPE-reglugerð 89/686/EEC, EMC-reglugerð 2004/108/EC og RoHS-
reglugerð 2011/65/EU. Sértækar gerðir uppfylla einnig kröfur í ATEX reglugerð 94/9/EC, sjá sérstaka möppu. Þar af leiðandi
uppfylla tækin kröfur um CE-merkingu.
Varan hefur verið prófuð og vottuð í samræmi við EN 352-1:2002/EN 352-3:2002, EN 352-4:2001 +A1:2005, EN 352-6:2002,
EN 55022:2010 +AC:2011 Class B, EN 55024:2010, EN 61000-6-2:2005 +AC:2005, EN 61000-6-3:2007 +A1:2011, EN
50581:2012. Varan hefur verið skoðuð af:
FIOH, Finnsku vinnuverndarstofnuninni, Topeliuksenkatu 41a A, FI-00250 Helsinki, Finnlandi, vottunarstofnun nr. #0403.
DECTRON AB, Thörnblads väg 6, SE-386 90 Färjestaden, Sweden
6:2 Útskýring á töflum yfir hljóðdeyfingu (G)
1. Gerðarheiti
2. Tíðni (Hz)
3. Meðalhljóðdeyfing (dB)
4. Staðalfrávik (dB)
5. Ætlað verndargildi, APV
6. Þyngd (g)
6:3 Útskýring á töflu yfir rafrænan ílagsstyrk hljóðs (tafla H, aðeins heyrnartól)
1. Gerðarheiti
2. Ytri hamur ílags (sjá 3.8) hamur 1–3, 0=slökkt á tæki
40