SportTac
Peltor SportTac er búið hljóðtengingu fyrir ytra útvarp og styrkstýringu sem magnar upp veik hljóð
en deyfir þau sterku. Aðgerðirnar ytri hljóðtenging og styrkstýring eru óháðar hvor annarri en það
tryggir að tækið er bæði áreiðanlegt og öruggt í notkun. Heyrnarverndin hefur verið prófuð og vottuð
í samræmi við PPE-tilskipun 89/686/EEC og EMC-tilskipun 89/336/EEC sem þýðir að hlífarnar
uppfylla kröfur til CE-merkingar.
Kynntu þér þessar leiðbeiningar nákvæmlega til þess að tryggja þér sem besta nýtingu á nýju
heyrnartólunum þínum frá Peltor.
AÐGERÐIR (A)
•
Síðasta stilling er vistuð þegar slökkt er á tækinu.
•
Tækið slekkur sjálfvirkt á sér eftir tvær klukkustundir ef það er ekki í notkun. Tvö tónmerki
heyrast á tíu sekúndna fresti í mínútu eftir 1:59 klukkustunda notkun. Þau gefa til kynna að
slökkt verði á því.
•
Þrjú viðvörunarmerki á hálfrar mínútu fresti heyrast þegar spennan er orðin lág tíu
klukkustundum áður en slökknar á heyrnartólunum. Bil á milli viðvörunarmerkja styttist eftir því
sem hleðsla minnkar í rafhlöðunum.
Skiptu aldrei um rafhlöðu þegar kveikt er á tækinu.
VIÐVÖRUN! Virkni getur versnað eftir því sem hleðsla minnkar í rafhlöðunum.
Að jafnaði má búast við því að hægt sé að nota tæki þetta samfleytt í 600 klukkustundir í einu.
Samfleytt notkun er skilgreind sem 20 % notkun í hljóðlausum ham 45–50 dB(A), 60 % notkun í
meðalstyrksham 70–75 dB(A) og 20 % notkun í hástyrksham 95–100 dB(A). Endingartími rafhlöðu
getur verið breytilegur, allt eftir því hvaða tegund er notuð og við hvaða hitastig.
•
Skautunarvörn verndar straumrásina sé rafhlöðum snúið öfugt.
•
Tækið er búið hljóðinntaki með innstungu svo hægt sé að hlusta á utanaðkomandi útvarp.
•
Þegar sjálfvirka styrkstillingin er virk dregur úr mögnun ef utanaðkomandi hljóðgjafi kemur inn
á hljóðinntakið.
•
Yfirlitsstilling tryggir að sameiginlegur hljóðstyrkur allra utanaðkomandi hljóðgjafa í tólinu fer
aldrei yfir 82 dB.
(A) HVAÐ ER HVAÐ?
1.
Höfuðspangarvír (ryðfrítt stál)
2.
Tveggja punkta upphengi (spangir)
3.
Þéttihringir fyrir eyra (PVC-þynna og PUR-frauð)
4.
Hljóðnemi með styrkstillingu
5.
Einangrunarpúðar (PUR-frauð)
6.
Innri hlíf
7.
Ytri hlíf
8.
Smellur
9.
Höfuðspöng (málmþynna)
10.
Höfuðspangarpúði (TPE með SEBS)
11.
Hljóðinntak
12.
Á/af og styrkstillingar
13.
Talhljóðnemi með heyrnartólunum
Með tengdri snúru
Gættu þess að hljóðinntakið sé notað til þess að tengja hljóðnemann.
Hafðu talhljóðnemann 3 mm frá vörum til þess að fá sem besta styrkaðlögun vegna umhverfishljóða.
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR FYRIR NOTENDUR
Setja ber heyrnarhlífarnar upp og stilla þær, hreinsa og halda við í samræmi við leiðbeiningar í
þessari notendahandbók.
•
Heyrnarhlífarnar eru búnar sjálfvirkri styrkstillingu. Notanda ber að kynna sér rétta notkun áður
en þær eru teknar í notkun. Ef óvenjuleg hljóð heyrast eða bilun kemur fram ber notanda að
leita til framleiðanda eftir ráðum um umönnun og rafhlöðuskipti.
•
Bera þarf heyrnarhlífarnar allan þann tíma sem dvalist er í hávaðasömu umhverfi til þess að
tryggja fulla vernd.
•
Viss efnafræðileg efni geta haft slæm áhrif á vöruna. Nánari upplýsingar má fá hjá
framleiðanda.
•
Heyrnarhlífarnar eru búnar rafrænum hljóðinngangi. Notanda ber að kynna sér rétta notkun
áður en heyrnarhlífarnar eru teknar í notkun. Ef óvenjuleg hljóð heyrast eða bilun kemur fram
ber notanda að leita til framleiðanda eftir ráðum.
•
Þegar truflanir aukast eða hljóðstyrkur verður of lágur er kominn tími til að skipta um rafhlöður.
Skiptu aldrei um rafhlöður þegar kveikt er á tækinu. Gættu þess að rafhlaðan snúi rétt fyrir
notkun. Sjá teikningu í kafla um UMÖNNUN.
•
Geymdu ekki heyrnarhlífar með rafhlöðum í.
•
Við sérstaklega kaldar aðstæður skal hita heyrnarhlífarnar áður en þær eru teknar í notkun.
Ath! Sé ekki farið eftir þessum leiðbeiningum getur það haft óæskileg áhrif á hljóðdeyfingu
og virkni hlífanna.
VIÐVÖRUN!
Hljóðmerkið frá styrkstillingunni í þessum heyrnarhlífum getur orðið hærra en ytri hljóðstyrkur.
MIKILVÆGT! Besta verndin fæst með því að færa hárið frá eyrum þannig að þéttihringirnir falli vel
að höfðinu. Gleraugnaspangir verða að vera eins þunnar og mögulegt er og falla þétt að höfðinu.
36