Þessi ábyrgð gildir ekki um (i) nneina HM500 Series hálfgrímu eða íhlut sem Honeywell úrskurðar
að sé gallaður vegna slyss, breytinga, misnotkunar, eða viðhalds með varahlutum sem ekki hafa
verið samþykktir af Honeywell; (ii) slit eða öldrun nokkurs íhlutar sem er gerður úr gúmmíi eða öðru
gúmmílíki þar sem mikil útsetning fyrir hita, sólarljósi, vatni, kemískum efnum, ósoni eða öðrum
slítandi þáttum getur haft neikvæð áhrif á þá; eða (iii) hlutar sem verða gallaðir við venjulega notkun.
Ákvörðunin um hvað felst í venjulegri notkun skal eingöngu tekin af HONEYWELL RESPIRATORY
SAFETY PRODUCTS.
Til að viðhalda þessari ábyrgð verður kaupandi að framkvæma viðhald og skoðanir eins og lýst er
í þessari notendahandbók, sem skal fela í sér skjót skipti eða viðgerðir á gölluðum hlutum og skipti
á hlutum samkvæmt viðhaldsáætluninni sem lýst er í þessari handbók.
EIGANDINN TEKUR Á SIG ALLA AÐRA ÁHÆTTU, EF EINHVER ER, EINS OG ÁHÆTTU Á BEINU,
ÓBEINU EÐA TILFALLANDI TJÓNI EÐA SKEMMDUM SEM TIL KEMUR VEGNA NOTKUNAR
Á VÖRUNNI, EÐA VEGNA ÞESS AÐ EKKI VAR HÆGT AÐ NOTA HANA. EF HONEYWELL
ÖNDUNARTÆKJUM ER VEITT VIÐHALD MEÐ VARAHLUTUM SEM EKKI ERU SAMÞYKKTIR AF
HONEYWELL ÓGILDIR ÞAÐ ÞESSA ÁBYRGÐ. ÞESSI ÁBYRGÐ KEMUR Í STAÐ ALLRA ANNARRA
ÁBYRGÐA, BEINNA EÐA ÓBEINNA, OG MÁ HVORKI BREYTA NÉ FRAMLENGJA NEMA
SKRIFLEGA AF VOTTUÐUM FULLTRÚA HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS.
SAMÞYKKI____________________________________________________________________________________
Varan er í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2016/425/ESB varðandi
persónuhlífar og síðari breytingar.
Gerðarprófun ESB samkvæmt einingu B í Reglugerð um persónuhlífar er framkvæmd af tilkynnta
aðilanum númer 1437:
CENTRALNY INSTYTUT OCHRONY PRACY - PANSTWOWY INSTYTUT BADAWCZY (CIOP-PIB)
ul. Czerniakowska 16 - 00-701 WARSZAWA - PÓLLAND
Framleiðsluferlið sem byggir á gæðatryggingu á samræmi við gerð sem sett er fram í einingu D í
reglugerð um persónuhlífar lýtur eftirliti tilkynnta aðilans númer 0082 (CE merking er á höfuðólinni):
APAVE SUDEUROPE SAS - CS60193
13322 MARSEILLE Cedex 16 - FRAKKLAND
HM500 Series hefur sýnt fram á samræmi við kröfur um notkun í mögulega sprengifimu
andrúmslofti með því að uppfylla E/S hleðsluprófið við INERIS samkvæmt stöðluðu EN 60079-
32-1 og INERIS aðferðarprófinu fyrir persónuhlífar. Grímurnar veita eingöngu viðeigandi vernd í
mögulega sprengifimu andrúmslofti ásamt metnum og löggiltum HONEYWELL NORTH síum.
Vottun í samræmi við INERIS málsmeðferð gerir kleift að festa sérstakt merki á vörur:
Samræmisyfirlýsinguna í heild er að finna á: https://doc.honeywellsafety.com/
IS-4