Þegar raftæki eru notuð skal ávallt fylgja eftirfarandi grundvallaröryggisráðstöfunum.
AÐVÖRUN - til að minnka hættu á eldi, raflosti eða tjóni á fólki eða eignum:
• Notaðu ávallt vöruna með aflgjafa af sömu spennu, tíðni og flokkun og gefin er upp á
auðkenniplötu vörunnar.
• Ekki nota þetta tæki með hálfleiðarastjórnbúnaði til að minna hættuna á raflosti.
• Þetta tæki er ekki ætlað til notkunar af einstaklingum (þar á meðal börnum) með skerta
líkamlega, skynjunar- og andlega getu eða skort á reynslu eða þekkingu, nema viðkomandi hafa
notið umsjónar eða fengið leiðbeiningar varðandi notkun tækisins hjá aðila sem ber ábyrgð á
öryggi þeirra.
• Börn ættu að vera undir eftirliti til að tryggja að þau leiki sér ekki með tækið.
• Ekki skilja við tækið í gangi eftirlitslaust.
• Ekki nota vöruna ef hún hefur dottið, skemmst eða sýnir merki um bilun. Ekki nota vöruna eð
skemmdri innstungu eða snúru.
• Ef hún virkar ekki á viðeigandi máta skaltu hafa samband við fagmenntaðan rafvirkja eða
þjónustumiðstöð svo hægt sé að skoða hana og gera við. Aldrei skal reyna að taka hana sjálf/ur í
sundur.
• Ekki setja vöruna í eða láta hana eða sveigjanlega snúruna verða fyrir regni, raka eða öðrum
vökva.
• Þessa vöru ætti ekki að nota í næsta nágrenni við vatn, t.d. baðker, handlaugar, sundlaugar
o.s.frv. þar sem líkur eru á að hún gæti farið ofan í vatn eða skvest gæti á hana.
• Aldrei skal setja vöruna upp þar sem hún gæti orðið fyrir:
-
Hitagjöfum á borð við ofna, hitara eða aðrar vörur sem framleiða hita
-
Beinu sólarljósi
-
Vélrænan titring eða högg
-
Óhóflegu ryki
-
Skorti á loftræstingu, til dæmis í skáp eða á bókahillu
-
Ójöfnum fleti
• Slökktu á vörunni og taktu hana úr sambandi þegar hún er ekki í notkun, áður en hún hlutir eru
settir í saman eða teknir í sundur og fyrir þrif. Settu tækið að fullu saman áður en kveikt er á því.
• Forðastu snertingu við hluti á hreyfingu. Ekki setja neina líkamshluta (t.d. fingur) eða hluti í
gegnum ristina þegar tækið er í gangi.
• Ekki setja neitt yfir ristina eða nota vöruna nálægt gardínum, o.s.frv.
• Þessi vara er einungis ætluð til hefðbundinnar heimilisnotkunar.
• Taktu ávallt tækið úr sambandi þegar það er fært frá einum stað á annan.
• Notkun á aukabúnaði eða fylgihlutum sem ekki er ráðlögð eða seld af dreifiaðila vörunnar getur
valdið líkams- eða eignatjóni.
• Settu tækið á stöðugt yfirborð þegar það er notað til að forðast það að það velti.
• Ekki setja það í vatn.
• Ef snúran er skemmd verður framleiðandi eða þjónustuaðili að endurnýja hana, eða álíka
fagaðili, til að forðast hættu.
LESTU OG GEYMDU ÞESSAR LEIÐBEININGAR TIL NOTKUNAR SÍÐAR MEIR.
Hlutalisti
1. Rist að framan
2. Blaðafestingar
3. Blöð
4. Festing aftan á grilli
5. Bak grills
6. Vélarás
20571072-20803517-Bauhaus-IM-V02.indb 20
7. Sveifluhnappur upp-niður
8. Vélahlíf
9. Stjórnborð
10. Beinishólkur
11. Tengi hæðarstjórnunar
20
21/12/2017 4:06 PM