HLEÐSLA
GOURMET CHECK DUAL BT inniheldur endurhlaðanlega litíumfjölliða rafhlöðu.
Til þess að hlaða rafhlöðuna skal taka hettuna af enda handfangsins og nota
meðfylgjandi Micro USB-snúru.
Rauð ljósdíóða logar á meðan verið er að hlaða rafhlöðuna. Þegar rafhlaðan er
fullhlaðin logar ljósdíóðan í grænum lit. GOURMET CHECK DUAL BT gengur í
u.þ.b. 100 klukkustundir á hverri hleðslu.
LEYST ÚR VANDAMÁLUM
Ekki tekst að koma á tengingu
Ef forritið finnur ekki hitanemann eða ekki tekst að tengja það við GOURMET
CHECK DUAL BT skal gera eftirfarandi:
• Gangið úr skugga um að kveikt sé á hitanemanum (blátt ljós blikkar)
• Hafið snjallsímann eða spjaldtölvuna nálægt hitanemanum
(innan svæðisins sem Bluetooth nær til)
• Athugið hvort búið er að setja upp nýjustu útgáfu iOS- eða Android-stýrikerfisins
og OUTDOORCHEF-forritið
• Gangið úr skugga um að kveikt sé á Bluetooth í stillingum tækisins
• Endurræsið snjallsímann eða spjaldtölvuna
Tækið kveikir ekki á sér
Ef ekki tekst að kveikja á hitanemanum (bláa ljósið logar ekki þegar tækið er hrist)
skal gera eftirfarandi:
• Setjið USB-snúruna í samband til þess að hlaða rafhlöðuna
• Gangið úr skugga um að hitaneminn sé óskemmdur
Finna má frekari upplýsingar um úrlausn vandamála á www.outdoorchef.com.
68