FYRSTA NOTKUN
FYRIR FYRSTU NOTKUN
1.
Hlaðið rafhlöðuna þar til gaumvísir fyrir rafhlöðu verður alveg grænn.
2.
Þrífið alla hluti (sjá kaflann „Umhirða og hreinsun").
3.
Fjarlægið allar umbúðir, ef þær eru til staðar.
STAÐA RAFHLÖÐU
STAÐA
RAFHLÖÐU
Grænt
Gult
Rautt
*Full hleðsla:
Handhrærivélin er fullhlaðin á 2 klukkutímum og 40 mínútum. Gaumvísir fyrir rafhlöðu blikkar á
meðan hleðsla stendur yfir og verður alveg grænn þegar rafhlaðan er fullhlaðin.
Handhrærivélin getur gert um það bil 200 smákökur, miðað við 4 uppskriftir af
súkkulaðibitakökum, þegar farið er eftir ráðlagðri hleðslu á rafhlöðu.
**Flýtihleðsla:
Handhrærivélin hleðst á 10 mínútum með flýtihleðslu. Handhrærivélin getur blandað
kökudeigsuppskrift með einni flýtihleðslu þegar farið er eftir ráðlagðri hleðslu á rafhlöðu.
ATHUGIÐ: Gætið þess að hlaða rafhlöðuna þegar gaumvísir fyrir rafhlöðu er gulur.
ATHUGIÐ: Best er að geyma handhrærivélina við stofuhita.
HLEÐSLA RAFHLÖÐU
1.
Setjið fyrst hraðastillinn í stöðu „O" og stingið hleðslupinna í samband við hleðslutengið á
handfanginu.
2.
Setjið millistykkið fyrir hleðslutækið í samband við jarðtengda rafmagnsinnstungu.
3.
Gaumvísir fyrir rafhlöðu blikkar á meðan hleðsla stendur yfir. Rafhlaðan verður fullhlaðin á
2 klukkutímum og 40 mínútum og gaumvísir fyrir rafhlöðu verður alveg grænn.
SAMSETNING VÖRUNNAR
1.
MIKILVÆGT: Gætið þess að hraðastillirinn sé í „O" stöðu áður en þeytararnir eru festir á
eða teknir af.
2.
Það eru tveir þeytarar. Einn er án kraga og hinn er með kraga.
3.
Setjið þeytarann sem er án kraga í minna opið og þeytarann með kraga í stærra opið. Ýtið
þeim beint inn til að læsa á sínum stað. Báðir þeytararnir smellast inn.
90
% STAÐA RAFHLÖÐU
30% til 100%
15% - 30% (íhugið að setja í
hleðslu)
Minna en 15% (þarfnast
fljótlega hleðslu)
FULL
HLEÐSLA*
200 smákökur
FLÝTIHLEÐSLA**
1 kökudeig