IS
FOODIE Kaffivél fyrir einn bolla
Kaffisía (E)
Trekt (D)
Geymir (C)
Uppáhellingar-
hólf (I)
Grunnur (J)
Dropapúði (H)
MYND 1
MYND 3
28
Lok á geymi (B)
Mótoreining (A)
Gaumljós (K)
Ræsihnappur (G)
Aflrofi (F)
Rafmagnssnúra
MYND 2
MYND 4
LEIÐBEININGAR
1. Skoðið ávallt tækið, rafmagnssnúruna
og klóna fyrir notkun til að athuga hvort
skemmdir séu til staðar.
2. Á sama hátt og með önnur raftæki
skal nota FOODIE Kaffivél fyrir einn bolla
með aðgát til að forðast líkamleg meiðsli,
eldhættu eða skemmdir á tækinu. Lesið
leiðbeiningarnar vandlega fyrir notkun.
3. Setjið mótoreininguna (A) á flatt,
stöðugt og hitaþolið yfirborð fjarri hita og
vatnsskvettum og tengið við innstungu
á vegg.
4. Fyrir fyrstu notkun: Hreinsaðu tækið
(sjá hreinsunarleiðbeiningar) og keyrðu
það tvisvar með hreinu vatni eins og lýst
er í uppáhellingarhlutanum en ekki bæta
við kaffikorg.
5. Þessari kaffivél fylgir kaffisía, (E). Ekki
skal nota síu úr pappír í staðinn fyrir hana.
6. Opnaðu lokið (B) og fylltu geyminn (C)
með MAX 0,4 lítrum af vatni.
7. Settu þrjár matskeiðar af fínmöluðu
kaffi eða fjórar matskeiðar af grófmöluðu
kaffi í kaffisíuna (E).
8. Hristu kaffisíuna (E) varlega til að dreifa
kaffinu jafnt.
9. Settu kaffisíuna (E) í trektina (D) og
settu trektina í uppáhellingarhólfið (I).
Lokaðu lokinu (B). Fjarlægðu lokið á
ferðamálinu þínu og settu það á grunninn
(J). HAFÐU Í HUGA að þessu tæki fylgir
ekkert ferðamál.
10. Til að kveikja á vélinni skaltu ýta
aflrofanum (F) á 1 og þá kviknar ljós. Síðan
skaltu ýta á ræsihnappinn (G). Þá kviknar
gaumljósið (K) sem staðfestir að verið sé
að hella upp á kaffi.
VARÚÐ: Ekki opna lokið á meðan á
uppáhellingu stendur en það gæti leitt til
brunaslysa.
11. Leyfðu kaffinu að seytla frá uppáhel-
lingarhólfinu í ferðamálið þitt áður en þú
fjarlægir málið.
12. Þegar uppáhellingu lýkur slokknar á
gaumljósinu og tækið hættir að hita, en þó
verður áfram kveikt á aflrofanum.
HAFÐU Í HUGA: Ræsihnappur þessarar
vöru er hitastýrður virkjunarrofi sem
byrjar uppáhellingu. Til að stöðva
uppáhellingu skaltu færa aflrofann í 0/
Af eða taka vélina úr sambandi. "KVIKNI"
á gaumljósinu (K) þegar varan er sett í
samband skaltu bíða í 30 sekúndur þar
til að ljósið "slokknar" áður en þú notar
vöruna aftur.
HAFÐU Í HUGA: Til að hella upp á annan
bolla skaltu leyfa vélinni að kólna (í um
þrjár mínútur) eftir að gaumljósið slokknar.
Hreinsaðu kaffisíuna (E) með vatni. Farðu
aftur í gegnum uppáhellingarferlið.
VARÚÐ: Sé vélin ekki látin kæla sig
algjörlega fyrir endurnotkun gæti vatnið í
geyminum ofhitnað. Þetta getur orsakað
mikla gufu sem gæti leitt til brunaslysa.
HAFÐU Í HUGA: Ef þú reynir aðra uppáhel-
lingu áður en kaffivélin kólnar gæti það
leitt til að lotan klárist ekki. Tækið virkir
hitastýrðan endurstillingarhnapp til að
koma í veg fyrir ofhitnun og gæti það leitt
til að tækið slökkvi á sér.
IS
29