Descargar Imprimir esta página

IKEA JETSTROM Guia Del Usuario página 9

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 14
Íslenska
Uppsetning
Tengdu vöruna við innstungu.
Áður en þú notar ljósið þarf að para það við
stjórntækið.
1. Gakktu úr skugga um að ljósið sé tengt og að
kveikt sé á aðalrofanum.
2. Haltu stjórntækinu nálægt ljósinu sem þú vilt
bæta við (ekki meira en í fimm cm fjarlægð).
3. Ýttu á og haltu pörunarhnappnum inni í a.m.k.
tíu sekúndur. Rautt ljós mun lýsa stöðugt
á stjórntækinu. Ljósið mun dofna og blikka
einu sinni til að gefa til kynna að pörunin hafi
heppnast.
Hægt er að para allt að tíu ljós við eitt stjórntæki.
Aðeins er hægt að para eitt ljós í einu. Ef ljósin eru
nálægt hvort öðru, aftengið þá þau sem hafa nú
þegar verið pöruð frá aðalrofanum.
Hægt er að skipta á milli ljóslita 2200K (hlýr bjarmi),
2700K (hlý hvítt) og 4000K (kald hvítt).
Ef þú ert með TRÅDFRI hátt eða
DIRIGERA stjórnstöð
Farðu í App Store eða Google Play og
sæktu IKEA Home smart appið. Appið
leiðbeinir þér við að setja á upp vöruna og annann
búnað.
VARÚÐ:
EKKI NOTA MEÐ VENJULEGUM LJÓSDEYFI. Ljósið
virkar ekki eðlilega þegar hún er tengd við
venjulegan (glóperu) ljósdeyfi eða -stýringu. Virkar
aðeins með IKEA Smart ljósastýringum.
Endurstilla vöru
Ef varan svarar ekki eða ef þú vilt aftengja hana
frá stýribúnaðinum gætir þú þurft að endurstilla
grunnstillingarnar. Til að endurstilla grunnstillingar
vöru, settu bréfaklemmu eða eitthvað svipað
varlega í litla gatið (RESET).
MIKILVÆGT!
• Varan er einungis ætluð til notkunar innandyra
við hitastig á bilinu 5 ºC til 40 ºC.
• Ekki skilja vöruna eftir þar sem hún kemst
í snertingu við beint sólarljós eða nálægt
hitagjöfum, þar sem hún gæti ofhitnað.
• Drægi á milli vörunnar og stýribúnaðar er mælt
fyrir opin svæði.
• Mismunandi byggingarefni og staðsetning tækja
geta haft áhrif á drægi þráðlausrar tengingar.
Care Instructions
Þrífðu með rökum klút. Aldrei nota slípefni eða
leysiefni þar sem slíkt getur skemmt vöruna.
Geymdu leiðbeiningarnar.
Tæknilegar upplýsingar:
Tegund: L2208 JETSTRÖM
Inntak: 220-240 VAC, 50-60 Hz, 42 W
Hámarkslúmenúttak: 5100lm
Drægni: 10 m á opnu svæði.
Vinnslutíðni: 2405-2480Mhz
Útgangsafl: hámark 9 dBm
Framleiðandi: IKEA of Sweden AB
(skráningarnúmer verslunar: 556074-7551)
Heimilisfang: Box 702, SE-343 81 Älmhult,
SWEDEN
Táknið með mynd af ruslatunnu með krossi yfir
þýðir að ekki má farga vörunni með venjulegu
heimilissorpi. Vörunni þarf að skila í endurvinnslu
eins og lög gera ráð fyrir á hverjum stað fyrir
sig. Með því að henda slíkum vörum ekki með
venjulegu heimilissorpi hjálpar þú til við að draga
úr því magni af úrgangi sem þarf að brenna eða
nota sem landfyllingu og lágmarkar möguleg
neikvæð áhrif á heilsu fólks og umhverfið. Þú færð
nánari upplýsingar í IKEA versluninni.
9

Publicidad

loading

Este manual también es adecuado para:

305.360.62