UPPSETNINGARAÐILI:
Þessi handbók á að vera hjá notandanum.
NOTANDI:
Geymdu leiðbeiningarnar til að fletta upp í þeim síðar.
Spurningar:
Ef spurningar vakna við samsetningu eða notkun tækisins
skaltu hafa samband við staðbundinn söluaðila.
HÆTTA
Ef þú finnur gaslykt:
1. Slökktu á gasflæði til grillsins.
2. Slökktu allan opinn eld.
3. Opnaðu lokið.
4. Ef lyktin hverfur ekki skaltu halda þig fjarri tækinu
og hringja strax í söluaðila gassins eða slökkvilið.
VIÐVÖRUN
1. Ekki geyma eða nota bensín eða aðra eldfima vökva
nálægt þessum eða öðrum búnaði.
2. Ekki má geyma ótengdan gaskút, sem á að nota,
nálægt þessum eða öðrum búnaði.
VARÚÐ
Lestu og fylgdu öllum öryggisfyrirmælum, leiðbeiningum
Ÿ
um samsetningu og umhirðu áður en þú setur grillið
saman og eldar á því.
Sumir hlutar kunna að vera með skarpar brúnir. Ráðlagt
Ÿ
er að nota hlífðarhanska.
Eldur af völdum feiti
Ekki er hægt að slökkva eld í feiti með því að loka
Ÿ
lokinu. Grill eru vel loftræst af öryggisástæðum.
Ekki nota vatn á feiti, það getur leitt til persónulegra
Ÿ
meiðsla. Ef kviknar í feiti, sem ekki slokknar, skaltu
skrúfa fyrir alla hnúða og gaskútinn.
Ef grillið er ekki þrifið reglulega getur kviknað í feiti
Ÿ
sem skemmir vöruna. Gættu þess vel við forhitun
eða ef þú brennir matarleifar í burtu að tryggja að
ekki kvikni í feiti. Fylgdu leiðbeiningunum um
almenn þrif grillsins og þrif á brennarabúnaðinum til
að koma í veg fyrir eld í feiti. Besta leiðin til að koma
í veg fyrir að kvikni í feiti er að þrífa grillið reglulega.
Ekki skilja grillið eftir án eftirlits við forhitun þess
Ÿ
eða ef matarleifar eru brenndar í burtu á HI. Ef grillið
hefur ekki verið þrifið reglulega getur kviknað í feiti
sem kann að skemma vöruna.
VIÐVÖRUN
Fyrir örugga notkun grillsins og til að koma í veg
fyrir alvarleg meiðsli:
NOTAÐU AÐEINS UTANDYRA. NOTAÐU ALDREI
Ÿ
INNANDYRA.
Lestu leiðbeiningarnar áður en þú notar grillið.
Fylgdu ávallt leiðbeiningunum.
Ekki færa grillið við notkun.
Ÿ
Aðgengilegir hlutir kunna að vera mjög heitir. Haltu ungum
Ÿ
börnum fjarri. Ekki leyfa börnum að nota eða leika sér
nálægt grillinu.
Skrúfaðu fyrir gasið á kútnum eftir notkun.
Ÿ
Halda skal grillinu fjarri eldfimum efnum við notkun.
Ÿ
Ekki hylja op á hliðum eða aftan á grillinu.
Ÿ
Athugaðu loga brennarans reglulega.
Ÿ
Ekki loka rennslisviðnámsgötunum á brennaranum.
Ÿ
Notaðu grillið aðeins á vel loftræstum svæðum. Notaðu
Ÿ
það ALDREI í lokuðum rýmum eins og í bílskýlum,
bílskúrum, veröndum,
á lokuðum sólpöllum eða undir neins konar mannvirkjum.
Ÿ
Ekki nota kol eða keramikmola með gasinu.
Ÿ
EKKI hylja ristar með álpappír eða öðrum efnum. Það
Ÿ
leiðir til þess að loftræsting brennarans lokast og getur
skapað ástand sem er hugsanlega hættulegt og getur leitt
til eignatjóns og/eða meiðsla.
Notaðu grillið að minnsta kosti 1 m í burtu frá
Ÿ
veggjum eða yfirborðum. Ÿ Haltu 3m fjarlægð frá
hlutum sem getur kviknað í eða eldsupptökum eins og
gaumljósum á vatnshiturum, rafmagnsbúnaði í gangi,
o.s.frv.
Reyndu ALDREI að kveikja á brennara með lokið lokað.
Ÿ
Uppsöfnun á gasi, sem ekki hefur kviknað í, inni í lokuðu
grilli er hættuleg.
Skrúfaðu ávallt fyrir gaskútinn og aftengdu stillinn áður en
Ÿ
þú færir gaskútinn úr þeirri notkunarstöðu sem tiltekin er.
Notaðu grillið aldrei með gaskútinn í annarri stöðu en
Ÿ
tiltekin er.
Ekki gera breytingar á grillinu. Allar breytingar eru
Ÿ
stranglega bannaðar. Notandinn má ekki fikta við límda
hluti. Ekki taka innspýtingarbúnað í sundur.
62
IS