NOTKUNARLEIÐ BEININGAR
VCB - 32
( IS )
VARÚÐ!
Varist að skera ykkur á beittum hnífum og
lausum vélarhlutum.
Lyftið alltaf vélinni upp á báðum hand-
föngum á hliðum vélarhússins.
Setjið hendurnar aldrei ofan í skálina.
Slökkvið alltaf á vélinni með því að snúa
hraðastillinum í stöðu „O" og taka hana úr
sambandi eða slökkva á straumrofa áður
en vélin er þrifin.
Aðeins löggiltum fagmönnum er heimilt að
gera við vélina og opna vélarhúsið.
UMBÚÐIR FJARLÆGÐAR
Gangið úr skugga um að allir hlutar fylgi
vélinni, að vélin sé í lagi og að ekkert hafi
skemmst í flutningi. Athugasemdir verða að
hafa borist seljanda innan átta daga.
Þetta tæki er ekki ætlað til notkunar af
börnum eða einstaklingum með skerta
líkamlega, skyn- eða andlega getu eða skort
á reynslu á tækjum sem þessu, nema viðko-
mandi einstaklingur hafi hlotið fullnægjandi
leiðsögn eða tilsögn um notkun tækisins.
UPPSETNING
Fjarlægið hnífinn úr skálinni fyrir uppsetningu.
Tengið vélina við rafmagn í samræmi við
upplýsingarnar á kenniplötunni aftan á vélinni.
Komið vélinni fyrir á traustum bekk eða borði
sem er 650-900 mm hátt.
KANNIÐ ÁVALLT FYRIR
NOTKUN
Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á straum-
rofanum og gangið síðan úr skugga um að
rafmagnssnúran sé heil og ósprungin.
Festið skálina, hnífinn og lokið og snúið hraðas-
tillinum í stöðu „II" og gangið úr skugga um að
öxullinn hætti að snúast innan 4 sekúndna eftir
að lokinu er lyft og því snúið rangsælis eins
langt og hægt er.
Fjarlægið lokið, hnífinn og skálina. Snúið
hraðastilli í stöðu „II" og gangið úr skugga um
að vélin fari ekki í gang.
Gangið úr skugga um að gúmmíundirstöður
vélarinnar séu kirfilega skrúfaðar fastar.
Gangið úr skugga um að hnífarnir sé heilir og
bíti vel.
Kallið til löggiltan fagmann ef eitthvað er gallað
eða bilað til að laga gallann áður en vélin er
tekin í notkun.
HALLDE • User Instructions
VINNSLUGERÐIR
Sker, malar og blandar saman kjöthakk,
kryddsmjör, salatsósu, eftirrétti, mauk, kæfu
o.s.frv. Vinnur kjöt, fisk, ávexti, grænmeti,
lauk, steinselju, hnetur, parmesanost, sveppi,
súkkulaði o.s.frv.
NOTENDUR
Veitingastaðir, verslunareldhús, kaffihús,
bakarí, mötuneyti, elliheimili, skólar, skyndibi-
tastaðir, dagheimili, salatbarir o.s.frv.
VINNSLUGETA
Vinnslutíminn og það magn og bitastærð sem
unnt er að vinna með í einu er mismunandi
eftir þéttleika hráefnisins og þeim árangri sem
stefnt er að.
Jafn og góður árangur fæst með því að hluta
hráefni eins og kjöt og fisk fyrst í nokkurn
veginn jafnstóra bita, ekki stærri en 3x3x3 sm.
Í eftirfarandi lista er gefið upp hámarksmagn
hráefnis sem ráðlegt er að vinna með í einu.
• Kjöt: 1 kíló
• Fiskur: 1 kíló
• Kryddsmjör: 1 kíló
• Majónes: 1 lítri
• Steinselja: 1 lítri
SKAFAN
Hafið sköfuna alltaf á þegar vélin er notuð þar
sem sköfublöðin þrjú hægja á snúningi þess
sem er í skálinni og beina því inn að miðju/
skurðarhluta hennar.
Með því að færa sköfuhandfangið fram og
aftur er auðveldlega hægt að skafa lok og
hliðar skálarinnar og láta matinn færast inn í
skurðarhluta hennar meðan vélin er í gangi.
SAMSETNING
Setjið skálina ofan á vélina þannig að stað-
setningarplata skálarinnar falli inn í gróp efst
á vélinni.
Setjið hnífinn á öxulinn og snúið honum meðan
honum er þrýst niður svo hann festist á sínum
stað.
Festið þéttingarhringinn í raufinni innan á
lokinu.
Grípið um miðjan sköfuhringinn og setjið lokið
á sköfuhringinn.
Setjið sköfuhandfangið ofan á lokið og
sköfuhringinn undir því. Snúið sköfuhand-
fanginu rangsælis eins langt og hægt er í
sköfuhringnum svo hlutarnir þrír festist saman.
Setjið lokið á skálina þannig að textinn „Close
Open" vísi á klukkan 5 miðað við frárásarop
vélarinnar.
Snúið lokinu réttsælis eins langt og hægt er.
LOSUN
Snúið lokinu rangsælis eins langt og hægt er
og lyftið lokinu/sköfunni af vélinni.
Þrýstið saman sköfuhringnum og sköfuhand-
fanginu (fest við lokið), meðan þið snúið sköfu-
handfanginu réttsælis eins langt og hægt er til
aðskilja hlutana þrjá.
Snúið hnífnum réttsælis eins langt og hægt er
og fjarlægið hnífinn og lyftið honum úr skálinni.
Ef innihald skálarinnar er í vökvaformi ætti að
tæma hana áður en hnífurinn er fjarlægður.
NOTKUN HRAÐASTILLIS
Þegar hraðastillirinn er í stöðu „O" er slökkt
á vélinni. Í stöðunni „I" vinnur vélin stöðugt á
litlum hraða og í stöðunni „II" stöðugt á miklum
hraða. Þegar hraðastillirinn er í stöðu „P" vinnur
vélin þar til hraðastillinum er sleppt.
ÞRIF
Lesið allar leiðbeiningar áður vélin er þrifin.
FYRIR ÞRIF Slökkvið ávallt á vélinni og takið
hana úr sambandi. Ef vélin er ekki með kló
skuluð þið slökkva á straumrofa. Fjarlægið alla
hluta sem má fjarlægja og á að þrífa. Fjarlægið
einnig sköfublöðin og þéttihringinn.
ÞRIF Í UPPÞVOTTAVÉL: Alla hluta sem má
fjarlægja má setja í uppþvottavél.
HANDÞVOTTUR: Notið ávallt uppþvottalög.
HREINSIEFNI: Notið uppþvottabursta til að
þrífa matarsvæðin. Hægt er að þrífa hníföxulinn
í miðri vélinni með litlum flöskubursta. Notið
rakan klút til að þrífa aðra hluta vélarinnar.
SÓTTHREINSUN: Notið ísóprópýlalkóhól
(65-70%). Ísóprópýlalkóhól er afar eldfimt svo
farið varlega þegar það er notað.
VIÐVÖRUN:
• Hellið hvorki né úðið vatni á hliðar vélarinnar.
• Notið ekki natríumhýpóklórít (klór) eða önnur
efni sem innihalda það.
• Notið aldrei beitt verkfæri við þrif eða önnur
verkfæri sem ekki eru ætluð fyrir þrif.
• Notið ekki fægiefni.
FORÐIST: Notið ekki þvottasvampa með
ræstipúðum (t.d. Scotch-Brite™) nema það sé
algjörlega nauðsynlegt. Það ýfir yfirborðsfleti
svo þeir hrinda síður vatni frá sér.
RÁÐ FYRIR UMHIRÐU:
• Þrífið vélina strax eftir notkun.
• Þurrkið vélina strax eftir þrif til að forðast
oxun og upplitun á yfirborðsflötum.
UPPLÝSINGAR: Ef vélin er látin standa rök í
lengri tíma koma blettir á hana. Blettirnir eru
skaðlausir en hafa slæm áhrif á útlit vélarinnar.
Grænmeti og ávextir innihalda sýru. Það hefur
áhrif á málminn, eftir því hvaða vörur eru unnar,
eftir mismunandi langan tíma. Því er mikilvægt
að þrífa vélina strax eftir vinnslu á söltum og
súrum vörum.
25