Descargar Imprimir esta página

Enders MOBIL-WC DELUXE Instrucciones De Montaje página 16

Retrete químico con lavado de agua para camping

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 11
1. Salernisseta, sem taka má af
2. Salernislok, sem taka má af
3. Lok á skolvatnsgeymi
4. Salernisskál
5. Dæla
6. Skolvatnsgeymir (tekur 16 lítra)
7. Skolpvatnsgeymir (tekur 19 lítra)
8. Renniloka
Notkunarleiðbeiningar
Undirbúningur fyrir notkun:
A
Ýtið læsingunni til vinstri til þess að losa skolvatnsgeyminn (6) frá skolpvatnsgeyminum (7).
B
Snúið affallsrörinu (9) upp á við og setjið hreinsiefni fyrir skolpvatnsgeyminn út í, annað hvort ENSAN GREEN
eða ENSAN BLUE. Fylgið leiðbeinginum um magn á brúsanum. Bætið síðan tveimur lítrum af hreinu vatni á
geyminn.
C Skrúfið lokið (10) á affallsrörið (9). Snúið síðan affallsrörinu aftur í upphafsstöðu. Setjið báða hluta salernisins
aftur saman með því að þrýsta á skolvatnsgeminn.
D Fyllið skolvatnsgeyminn með fersku vatni (16 lítrar að hámarki).
Setjið ENSAN RINSE frá Enders út í. Fylgið leiðbeiningum um magn á brúsanum.
Notkun:
E
Opnið rennilokuna (8) einu sinni og lokið aftur, en gætið þess að salernissetan (1) og salernislokið (2) séu niðri
á meðan. Með þessu er ofþrýstingi létt af.
F
Notið dæluna (5) til að skola salernið með hreinu vatni. Opnið rennilokuna (8) til þess að hleypa innihaldi salerni-
sins niður í skolpvatnsgeyminn (7). Lokið síðan rennilokunni aftur. Magnvísirinn (13) gefur til kynna hvort tæma
þurfi skolpvatnsgeyminn (grænt=tómur / rautt=fullur).
G Takið salernið af og tæmið skolpvatnssgeyminn á stað, þar sem slíkt er heimilt (eða í venjulegt vatnssalerni).
H Tæmið skolpvatnsgeyminn út um affallsrörið (9). Ýtið á sturtuhnappinn (11) meðan á tæmingu stendur til að
forðast að vatnið skvettist (ýtið þó aðeins á hnappinn meðan affallsrörið snýr niður).
Notið ekki venjulegan salernispappír, því hann gæti stíflað affallsrörið. Notið þess í stað "ENSAN-WC-Papier" frá
Enders.
Notkun að vetri til:
Notist einungis í upphituðu umhverfi. Verjið gegn frosti!
Geymsla og þrif:
Gætið þess að salernið sé hreint og þurrt þegar það er ekki í notkun. Smyrjið rennilokuna.
Hreinlætisvörur:
Hreinlætisvörur frá Enders tryggja auðvelda notkun ferðasalernisins. Með þeim er dregið úr óþægilegri lykt og
gasmyndun, auðveldara verður að taka "MOBIL-WC DELUXE" ferðasalernið í sundur og endingartími þess lengist.
Ábyrgð:
Við veitum tveggja ára ábyrgð á því að ferðasalernið virki eins og til er ætlast.
Forsenda ábyrgðargreiðslu er að salernið hafi hlotið eðlilega meðferð og kaupdagsetning sé skjalfest.
Engin ábyrgð er tekin á breytingum sem kunna að hafa verið gerðar á lit eða búnaði salernisins.
16
Leiðbeiningar um uppsetningu og notkun á MOBIL-WC DELUXE Vörunr. 4950 03 2010
IS
9. Snúanlegt affallsrör
10. Lok fyrir affallsrör
11. Sturtuhnappur
12. Handfang
13. Magnvísir fyrir skolpvatnsgeymi
14. Niðurskol (sturtun)
15. Læsing
16. Flutningshjól

Publicidad

loading