Anleitung_AHW_2500_SPK7:_
8.3 Gafflarnir eru nú hættir að síga á meðan að
tjakkhaldfangið er í slökunarstöðu
(Mynd 5) Snúð rónni (K) sem er uppá
stillingarboltanum (H) réttsælis þar til að gafflarnir
síga þegar að tjakkhaldfangið er dregið upp. Athugið
að lokum hvort að brettatjakkurinn virki rétt í
akstursstöðunni til þess að ganga úr skugga um að
róin sé á réttum stað á stilliboltanum.
8.4 Gafflarnir lyftast ekki þegar að
tjakkhaldfangið er í lyftistöðu
(Mynd 5) Snúð rónni (K) sem er uppá
stillingarboltanum (H) rangsælis þar til að gafflarnir
lyftast upp þegar að tjakkhaldfangið er í lyftistöðu.
Athugið að lokum hvort að brettatjakkurinn virki rétt í
akstursstöðunni til þess að ganga úr skugga um að
róin sé á réttum stað á stilliboltanum.
9. Hreinsun, umhirða og pöntun
varahluta
9.1 Hreinsun
Notið rakan klút til þess að hreins tækið að utanverðu.
9.2 Umhirða
Til þess að tryggja rétta virkni brettatjakksins er
nauðsynlegt að yfirfara hann reglulega og hlúa að
honum eða gera við hann ef þörf er á því. Öll sú
aðhlynning og allar þær viðgerðir sem ekki eru taldar
fram hér í þessum leiðbeiningum verður að fara farm
að viðurkenndum fagaðila. Þetta á sérstaklega við
þegar að kemur að því að skipta um stýrihjól eða
burðarhjól.
Þegar að brettatjakkurinn bilar verður að taka hann
umsvifalaust úr notkun og láta gera við hann af
viðurkenndum fagaðila. Einungis má nota
upprunalega varahluti í þetta tæki.
Fara verður yfir brettatjakkinn að minnstakosti árlega
af fagaðila, oftar en það ef þörf er á. Það er mælt með
því að halda yfirhalningarbók um tækið.
Eftir viðgerðir á tæki eða umhirðu verður að ganga úr
skugga um að allir öryggistengdir hlutir tækisins séu á
sínum stað og að þeir virki rétt. Haldið hlutum sem
valdið geta slysum á öðru fólki verður að geyma á
lokuðum stað.
Varúð: Samkvæmt lögum sem varða ábyrgðir á
hlutum er framleiðandi ekki ábyrgur fyrir skaða sem
hlotist hefur vegna óleyfilegra viðgerða eða þegar að
notaðir hafa verið varahlutir sem ekki hafa verið
samþykktir af framleiðanda. Auk þess er framleiðandi
ekki ábyrgur fyrir skaða vegna óleyfilegra viðgerða.
Látið þjónustuaðila eða viðurkenndan fagaðila gera
22.08.2011
13:26 Uhr
Seite 69
við þetta tæki. Þetta á einnig við um aukahluti.
9.2.1 Fyllt á þrýstiolíu
Athugið áfyllingarástand olíunnar hálfsárslega. Til
þess að fylla á olíu eða skipta um hana má einungis
nota olíur með seigjuna HLP 46 (- 20°C – +40°C).
Áfyllingarmagnið á brettatjakkinn er um það vil 0,4
lítrar.
Varúð! Til þess að koma í veg fyrir umhverfisspillingu
vegna lekandi olíu við aðhlynningu á þessu tæki
verður að þurrka upp strax alla þá olíu sem lekið hefur
niður með viðgeigandi efni (til dæmis viðarspónum,
þurrum klút). Óhreint aðhlynningarefni og önnur efni
sem notuð eru verður að farga á ábirgan og réttan
hátt.
1. Látið gafflana síga alla leið niður
2. Fjarlægið olíuáfyllingarskrúfuna og þéttinguna úr
olíugeyminum.
3. Fyllið á olíu þar til að yfirborð hennar hefur náð upp
að skrúfganginum
4. Setjið olíuáfyllingarskrúfuna og þéttinguna aftur í
olíugeyminn.
5. Fjarlægið loft af kerfinu með því að tjakka
brettatjakkinn nokkrum sinnum upp
9.3 Loft tekið af vökvakerfinu
Ef að gafflarnir lyftast ekki verður að setja
tjakkhaldfangið í slökunarstöðuna og tjakka þannig
tjakkbeislinu upp og niður nokkrum sinnum.
9.4 Hreyfanlegir hlutir smurðir
Smyrja verður hreyfanlega hluti brettatjakksins
reglulega.
9.5 Pöntun varahluta
Þegar að varahlutir eru pantaðir ættu eftirfarandi atriði
að vera tilgreind:
Gerð tækis
Hlutanúmer tækis
Einkenninúmer tækis
Varahlutanúmer þess varahlutar sem panta á
Verð og upplýsingar eru að finna undir
www.isc-gmbh.info
10. Geymsla
Ef að ekki á að nota brettatjakkinn til lengri tíma ætti
að geyma hann vel þrifin, smurðan og hulinn á
dimmum þurrum og frostlausum stað þar sem að börn
komast ekki í hann. Kjörhitastig geymslu er á milli 5
og 30 ˚C.
IS
69