5.9 Axlabeisli ásett
Viðvörun! Notið ávallt axlabeisli við vinnu með
tækinu. Slökkvið ávallt á tækinu áður en að axla-
beisli er losað. Slysahætta er til staðar.
1. Krækið króklæsingunni (mynd 4 / staða A) í
beislisfestinguna.
2. Leggið axlabeislið (mynd 19 / staða 8) yfi r
öxlina.
3. Stillið beislislengdina þannig að beislisfestin-
gin sé við mittishæð (mynd 19).
4. Axlabeislið er útbúið smellulæsingu. Ef nauð-
synlegt er að losa tækið fl jótt frá líkamanum,
þrýstið þá saman hliðum smellunnar (mynd
20).
5. Til þess að breyta staðsetningu beislis við
tæki, þrýstið þá saman báðum málm-eyrun-
um (mynd 4 / staða L / M) og rennið beislis-
festingunni á tækisskaftinu.
5.10 Halli haldfangs stilltur (mynd 21)
Þrýstið saman báðum læsingarrofunum (5) og
stillið inn halla haldfangsins (2) í eina af 4 mismu-
nandi stillingum.
5.11 Halli mótoreiningar stilltur (mynd 22)
Þrýstið saman báðum læsingarrofunum (14) og
stillið inn halla mótoreiningar (13a) í eina af 7 mis-
munandi stillingum.
5.12 Lengd tækisskafts stillt (mynd 23)
1. Opnið tækisskafts-læsingarhulsurnar (10 +
12) með því að snúa þeim rangsælis út.
2. Dragið tækissköftin (11 + 13) svo langt í sun-
dur og nauðsynlegt er fyrir vinnuna.
3. Læsið tækissköftunum með tækisskafs-
læsingarhulsunum (10 +12) með því að snúa
þeim réttsælis.
5.13 Hleðslurafhlaðan ísett (myndir 24-25)
Þrýstið niður læsingarrofanum (T) eins og sýnt er
á mynd 24 og rennið hleðslurafhlöðunni inn í þar
til gerða festingu. Um leið og hleðslurafhlaðan er
kominn í sína stöðu eins og sýnt er á mynd 25,
takið þá eftir að það smelli í læsingunni. Hleðslu-
rafhlaðan er tekin eins út nema í öfugri röð!
5.14 Hleðslurafhlaða hlaðin (mynd 26)
1. Takið hleðslurafhlöðuna út úr tækinu. Þrýstið
niður læsingarrofanum (T).
2. Berið saman þá spennu sem gefi n er upp á
tækisskiltinu og þá sem að rafrásin hefur sem
tengja á tækið við og gangið úr skugga um
að hún sé sú sama. Stingið rafmagnsleiðslu
hleðslutækisins (21) í samband við straum.
Græna LED-ljósið byrjar að blikka.
Anl_GHH_E_20_Li_SPK7.indb 271
Anl_GHH_E_20_Li_SPK7.indb 271
IS
3. Stingið hleðslurafhlöðunni (1) á hleðslutækið
(21).
4. Undið liði „ástand hleðslutækis" er að fi nna
töfl u sem lýsir skilaboðum LED-ljósanna á
hleðslutækinu.
Hleðslurafhlaðan getur hitnað á meðan að hleðslu
stendur. Það er eðlilegt.
Ef að hleðslurafhlaðan hleðst ekki ætti að athuga,
•
hvort að straumur sé á innstungu
•
hvort að tenging á milli hleðslutækis og hleðs-
lurafhlöðu sé nægilega góð.
Ef að enn er ekki hægt að hlaða tækið biðjum við
þig að senda,
•
hleðslutækið
•
og hleðslurafhlöðuna
til þjónustuaðila okkar.
Til að tryggja langan líftíma hleðslurafhlöðunnar
ætti að ganga úr skugga um að hleðslurafhlaðan
sé hlaðin reglulega. Það er í síðasta lagi nauðsyn-
legt þegar að ljóst er að afl hleðslurafhlöðuknúna
verkfærið fer minnkandi. Tæmið hleðslurafhlöðuna
aldrei alveg. Það skemmir hleðslurafhlöðuna!
6. Notkun
Vinsamlegast athugið lög og reglur varðandi vin-
nutíma og lög varðandi hávaða á viðeigandi stað
sem getur verið mismunandi eftir stöðum.
Varúð! Notið ávallt axlabeisli við vinnu með tæki-
nu. Slökkvið ávallt á tækinu áður en að axlabeislið
er losað. Slysahætta er til staðar.
Setjið axlabeislið á eins og fyrr var lýst, setjið það
viðtól sem óskað er á tækið og stillið tækið eftir
þörfum notanda.
Kveikt og slökkt á tæki
Gangsetning
•
Haldið tækinu föstu með báðum höndum á
haldföngunum (þumal undir aukahaldfangi-
nu).
•
Rennið höfuðrofalæsingunni (mynd 3 / staða
4) frammávið og haldið henni.
•
Gangsetjið tækið með höfuðrofanum (mynd 3
/ staða 3). Nú er hægt að sleppa höfuðrofalæ-
singunni.
- 271 -
12.05.15 16:01
12.05.15 16:01