is - Þýðing á Upprunalegum Leiðbeiningum
Inngangur og öryggi
Tilgangur handbókar þessarar er að veita nauðsynlegar
upplýsingar um rétta uppsetningu flotrofans.
VARÚÐ:
Þessi handbók er óaðskiljanlegur hluti af vörunni. Áður en varan
er sett upp og notuð skal tryggja að búið sé að lesa og skilja
handbókina. Handbókin verður ávallt að vera til staðar fyrir
notandann og geymd nálægt einingunni og þess gætt að hún
haldist í góðu ástandi.
Öryggi notanda
Fylgið gildandi reglugerðum um heilsu og öryggi strangt eftir og
notið ávallt nauðsynlegar persónuhlífar.
AÐVÖRUN:
Aðeins hæfir notendur mega nota vöruna. Hæfir notendur eru
manneskjur sem geta þekkt áhættur og forðast hættur við
uppsetningu, notkun og viðhald á vörunni.
Óreyndir notendur
AÐVÖRUN:
Fyrir lönd innan EB: Börn 8 ára og eldri og fólk með skerta
líkamlega, snerti- og andlega getu eða reynslu- og þekkingarleysi
má nota tækið, að því gefnu að þau hafa fengið eftirlit eða
leiðbeiningar varðandi notkun tækisins á öruggan hátt og ef þau
skilja hætturnar sem fylgja. Börn mega ekki leika með tækið. Börn
mega ekki þrífa eða viðhalda tækinu án eftirlits.
Fyrir lönd utan ESB: Börn og fólk með skerta líkamlega, snerti-
og andlega getu eða reynslu- og þekkingarleysi mega ekki nota
tækið nema þau fái eftirlit eða leiðbeiningar varðandi notkun
tækisins á öruggan hátt frá manneskju sem er ábyrg fyrir öryggi
þeirra. Börn skulu vera undir eftirliti þannig að tryggt sé að þau
leiki ekki með tækið.
Tæknileg lýsing
Flotrofi fyrir einfasa rafknúnar SCUBA-dælur (ný lína).
Notkunarsvið
Athugið gangsetningu og stöðvun rafknúinna SCUBA-dæla í
samræmi við það magn vökva sem þeim er dýft í.
Röng notkun
AÐVÖRUN:
Þessi vara var hönnuð og byggð fyrir þá notkun sem lýst er í
kaflanum Ætluð notkun. Öll önnur notkun er óleyfileg, þar sem
hún gæti stofnað öryggi notandans í hættu og skert afköst
vörunnar sjálfrar.
Uppsetning
Áður en vinna hefst skal tryggja að búið sé að lesa allar
öryggisleiðbeiningar í kaflanum INNGANGUR OG ÖRYGGI og ná
fullum skilningi á þeim.
18
HÆTTA:
Aðeins aðili sem uppfyllir tækni- og menntunarkröfurnar sem lýst
er í núgildandi reglum má setja upp vökva- og
rafmagnstengingarnar.
HÆTTA: Rafmagnshætta
Áður en vinna hefst skal gengið úr skugga um að einingin sé ekki í
sambandi og að rafmagnsdælan, stjórnborðið og aukastjórnrásin
geti ekki endurræst sig, ekki einu sinni óviljandi.
AÐVÖRUN:
Notið ávallt viðeigandi vinnuáhöld.
Tenging rafknúinnar dælu
Sjá skýringarmynd 1.
1.
Fjarlægið skemmt flotholt eða skrúfið tappann (1) lausan og
takið tengilinn með millitengingunni út (2).
2.
Þurrkið öll ummerki um raka í tenginu.
3.
Setjið flottengilinn (5) fullkomlega inn og herðið róna.
4.
Setjið snúru flotholtsins í og festið stöðvunarbúnað snúrunnar
(4) með skrúfunni (3).
Herðingarsnúningsvægi: 1,5 Nm (13 lbf·in).
Tæknilegar upplýsingar
Hiti við vinnu
Geymsluhiti
Styrkleiki klóríðs við 20°C (68°F)
Varnarstig
Tengingarhorn
Loftmengunargráða
Mál
Þyngd
Förgun
Táknið sem er áletrað á rafknúnu dæluna sem þessi vara er
sett upp á gefur til kynna að í lok líftíma beggja varanna má
ekki farga þeim með öðrum heimilisúrgangi.
Frekari upplýsingar
http://lowara.com/pumps-circulators/submersible-
borehole-pumps/scuba-close-coupled-
submersible-pumps/#product-tab-literature
0÷40°C (32÷104°F)
-5÷60°C (23÷140°F)
≤ 200 ppm
IP 68
± 45°
2
82 x 111 x 48 mm
(3,22 x 4,37 x 1,89 in)
113 gr. (3,98 únsur)