Mikilvæg öryggisatriði
Notkunarleiðbeiningar fyrir viðgerðatæki
Notkunarleiðbeiningar fyrir viðgerðatæki
Geberit viðgerðatæki eru hönnuð og framleidd samkvæmt nýjustu
tækni. Þau hafa verið prófuð af Electrosuisse samkvæmt evrópskum
öryggisreglum fyrir raftæki.
• Lesið meðfylgjandi öryggisleiðbeiningar og fylgið þeim í hvívetna
• Lesið notkunarleiðbeiningarnar vandlega áður en viðgerðatækið
er tekið í notkun og fylgið þeim í hvívetna
• Geymið notkunarleiðbeiningarnar á sama stað og viðgerðatækið
• Farið eftir þeim öryggisreglum sem eiga við í hverju landi
HÆTTA
Lífshætta vegna raflosts
Ekki má gera við lagnir og vatnskassa í vegg sem eru rakir
eða fullir af vatni
Verjið viðgerðatækið gegn bleytu og raka
Látið Geberit eða viðurkennda fagmenn sjá um að skipta
um rafmagnssnúrur
Þegar átt er við tækið í öðrum tilgangi en viðgerðum skal
ávallt taka það úr sambandi við rafmagn
Gætið þess að rafmagnssnúran snerti ekki viðgerðatækið
HÆTTA
Sprengihætta
Notið viðgerðatækið ekki nálægt eldfimum vökva eða
sprengifimum gas- eða rykblöndum
AÐVÖRUN
Slysahætta vegna bruna
Komið ekki við suðufleti þegar tækið er í gangi eða að
kólna
Þegar gert er hlé á vinnu skal ganga frá viðgerðatækinu í
þar til ætluðum standi
Notið viðgerðatækið aðeins á sléttu og stöðugu undirlagi
DE
EN
FR
IT
NL
ES
PT
DK
NO
SE
FI
IS
PL
HU
SK
CZ
SL
EE
LV
LT
BG
RO
GR
TR
RU
CN
HR
SR
JP
AE
91