Descargar Imprimir esta página

Áður En Þú Byrjar - ageLOC GALVANIC SPA El Manual Del Propietario

Ocultar thumbs Ver también para GALVANIC SPA:

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 39
IS
ageLOC Galvanic Spa
Leystu úr læðingi unglegt útlit með sjáanlegum árangri
fyrir húð þína og hár á innan við 5 mínútum.
ageLOC Galvanic Spa er persónulegt snyrtitæki sem
notar galvanískan straum til að bæta útlit húðar þinnar og
hárs svo um munar. Þetta fjölnotatæki, sem er með ýmiss
konar tengitæki og einstakar fylgivörur, hjálpar til við að
bæta útlit á örfínum línum og hrukkum. Húð þín geislar af
hreysti og litarhaft þitt endurlífgast svo um munar. Tækið
bætir einnig útlit appelsínuhúðar og stuðlar að fyllingu,
glans og heilbrigði í útliti hársins.
Áður en þú byrjar
Vinsamlegast lestu eftirfarandi leiðbeiningar áður en þú
notar ageLOC Galvanic Spa tækið:
Varúð: Einungis skal nota ageLOC Galvanic Spa
tækið á heilbrigða húð. Ekki nota tækið ef þú ert
með opin sár eða eymsli, færð oft rósroða, ert með
ofnæmi fyrir málmi eða ef þú ert með mjög
viðkvæma eða vandráða húð. Hafðu samband við
lækni áður en þú notar ageLOC Galvanic Spa
tækið ef þú ert þunguð, ert með gangráð eða
svipað tæki, ert flogaveik/ur, notar málmspangir
á tönnunum, ert með málm í líkamanum eða ef
þú ert með einhvern sjúkdóm.
Nýir ageLOC Galvanic Spa notendur og þeir sem eru
með viðkvæma eða ofnæmisgjarna húð ættu alltaf að
sannprófa vörurnar á litlu húðsvæði áður en þeir nota
vöruna eins og leiðbeiningar segja til um. Þú skalt alltaf
skoða Galvanic Spa tækið þitt og stjórnhöfuð þess fyrir
notkun. Gættu þess að það séu engar ójöfnur eða
gallar á yfirborði tækisins, skarpar brúnir eða
loftbólumyndun. Ef þú tekur eftir einhverju óvenjulegu
164
skaltu ekki nota tækið heldur hafa samband við Nu
Skin® söluaðila þinn. Ekki skal nota tækið beint á
varirnar, augun eða augnlokin. Tækið og vörur þess
eru einungis til notkunar útvortis. Ef einhver bólga
kemur fram, varanlegur roði eða óeðlileg erting á húð,
skal hætta notkun strax og leita læknis ef þörf krefur.
Einungis fullorðnir mega nota þetta tæki. Einstaklingar
með skerta líkamlega getu, skert skyn og/eða skerta
andlega getu eða sem skortir reynslu og þekkingu, svo
og börn sem eru eldri en 16 ára, geta aðeins notað
tækið undir eftirliti eða ef þau hafa hafa fengið
leiðbeiningar um notkun tækisins á öruggan hátt og
hafa skilið áhættuna við að nota það. Hafa skal eftirlit
með börnum nálægt tækinu og tryggja að þau séu ekki
að leika sér með tækið. Börn ættu ekki að koma nálægt
því að hreinsa og gera við tækið. Geymist þar sem
börn ná ekki til.
Fjarlægja skal allt hlífðarplast áður en tækið er ræst.
Geyma skal tækið við stofuhita á þurrum stað, a.m.k.
við 4°C til að forðast að blöðrur myndist.
T il að koma í veg fyrir raflost, bruna, eld eða áverka,
x

skaltu ekki setja tækið á kaf í vatn. Ekki setja tækið á
stað eða geyma það þar sem það getur dottið eða
verið togað niður í baðkar, sturtu, vask eða klósett.
Aldrei skal nota tækið ef það hefur skemmst.
Þ egar leiðari er fjarlægður á ekki kreista eða halda um
x

miðju leiðarans þar sem það getur komið í veg fyrir að
losunarbúnaðurinn virki. Haltu um hliðarnar í staðinn.
Til að tryggja rétt förgun á ageLOC Galvanic Spa
tæki og rafhlöðum, vinsamlegast fargaðu tækinu og
rafhlöðunum í samræmi við gildandi löggjöf og
reglur um förgun í þínu landi sem gilda um rafrænan
úrgang/rafhlöður. Ekki skal farga tækinu með
almennum heimilisúrgangi.
IS
165

Publicidad

loading

Productos relacionados para ageLOC GALVANIC SPA