ÍSLENSKA
MIKILVÆGT:
LESIÐ VANDLEGA OG GEYMIÐ
Fylgið vandlega öllum viðvörunum
og samsetningarleiðbeiningum. Notið
hengirúmið EKKI fyrr en uppsetningu er
lokið að fullu.
VARÚÐ!
─
Hámarksburðarþol er 120 kg/265 lb.
─
Setjið hengirúmið upp þannig að lægsti
punkturinn sé ekki meira en 60 cm frá
jörðu.
─
Setjið hengirúmið EKKI upp yfir malbiki,
steypu, þjappaðri mold eða öðru hörðu
undirlagi. Fall á hart undirlag getur
valdið alvarlegum meiðslum.
─
Athugið fyrir HVERJA NOTKUN hvort
slit sjáist á hengirúmi, köðlum eða
festingum.
─
Börn ættu ekki að nota hengirúmið án
eftirlits fullorðinna.
─
Kennið börnum að ganga aldrei eða leika
sér nálægt hengirúminu þegar það er á
hreyfingu.
─
Stökkvið EKKI úr hengirúminu á meðan
það er á hreyfingu.
─
Notið EKKI hengirúmið ef einhver hluti
þess er bilaður, rifinn eða týndur. Skiptið
ekki út hlutum í hengirúminu. Athugið
hjá IKEA hvort varahlutir séu fáanlegir.
Umhirðuleiðbeiningar
Þrif: Vöruna þarf að handþvo með
heitu vatni (40°C). Forðist að bleyta
málmkrókana. Setjið hengirúmið og böndin
í stóra fötu eða ílát sem fyllt er með heitu
vatni. Setjið milt hreinsiefni út í vatnið og
notið mjúkan bursta til að nudda úr bletti.
Skolið vel. Látið þorna á flötu undirlagi.
Geymsla: Þegar hengirúmið er ekki í
reglulegri notkun ætti að geyma það á
svölum og þurrum stað innandyra. Þvoið og
þurrkið hengirúmið vandlega áður en það
er sett í geymslu.
Viðbótarviðvaranir/-leiðbeiningar
Viðbótarviðvaranir/-leiðbeiningar þegar
notað með GÅRÖ statífi fyrir hengirúm
Setjið GÅRÖ statífið saman og festið RISÖ
hengirúm á samkvæmt meðfylgjandi
leiðbeiningum.
VARÚÐ!
─
Komið samansettu statífinu fyrir
á flötu og jöfnu yfirborði sem er í
öruggri fjarlægð frá öðrum hlutum og
hindrunum.
─
Farið reglulega yfir festingar og herðið
þær eftir þörfum.
─
Rólið EKKI of harkalega í hengirúminu
þar sem það getur gert það óstöðugt.
─
Notið hengirúmið EKKI ef einhverjir
hlutar þess eru týndir eða hafa losnað.
Notið EKKI utanaðkomandi varahluti.
Varahluti má nálgast í IKEA versluninni.
9