UPPSETNINGAR- OG NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Kæri viðskiptavinur.
Til hamingju með vandaða Twin-opnarann þinn frá Schellenberg. Þessi vara er ætluð til að opna og loka vængjahliðum á
heimilum. Við vonum að varan standi undir væntingum og þökkum auðsýnt traust. Ef spurningar koma upp varðandi vörur
okkar eða notkun þeirra skal hafa samband við þjónustudeild okkar:"
Samskiptaupplýsingar
Alfred Schellenberg GmbH
An den Weiden 31
57078 Siegen
Þýskaland
Netfang: service.int@schellenberg.de
Mikilvægar öryggisupplýsingar:
ðeins fagfólki með tilskilin réttindi er heimilt að annast tengingar við rafmagn. Slík vinna getur ógnað lífi og heilsu
og krefst sérstakrar fagþekkingar.
Notkunarsvið / notkun:
» Fyrir vængjahlið til einkanota
Stöðugt er unnið að endurbótum og framþróun opnara frá Schellenberg. Við áskiljum okkur þess vegna rétt til breytinga sam-
fara tækniframförum og þróun á vörum okkar. Tæknilýsing Framleiðandi áskilur sér rétt til tæknilegra breytinga, frávika frá
myndum og prentvillna.
Ýmsir þættir geta haft áhrif á afköst drifsins, eins og t.d. sérstök skilyrði á uppsetningarstað. Þar sem aðstæður geta verið
breytilegar í einstökum tilvikum er ekki hægt að gera kröfur til þess að tæknilegar upplýsingar standist alltaf."
Almennar öryggisreglur / öryggisleiðbeiningar fyrir þann sem annast uppsetningu
VARÚÐ! Til að tryggja öryggi fólks verður að lesa leiðbeiningarnar vandlega áður en vinna hefst við uppsetningu vörunnar.
Röng uppsetning eða röng notkun vörunnar getur leitt til alvarlegra slysa á fólki.
» Geyma skal leiðbeiningarnar á vísum stað svo hægt sé að grípa til þeirra síðar.
» Varan er eingöngu hönnuð og framleidd fyrir þá notkun sem hér er lýst. Öll önnur notkun, sem ekki er tekin sérstaklega
fram, gæti haft neikvæð áhrif á heilleika vörunnar og/eða haft hættu í för með sér.
» Schellenberg tekur enga ábyrgð á skemmdum sem hljótast af óviðeigandi eða rangri notkun vörunnar.
» Vélrænu íhlutirnir verða að uppfylla kröfur staðlanna EN 12604 og EN 12605.
» Í löndum utan Evrópusambandsins skal tryggja samsvarandi öryggisstig með því að fylgja ofangreindum stöðlum ásamt
því að fylgja lögum og reglum í viðkomandi landi.
» Schellenberg tekur enga ábyrgð á óviðeigandi útfærslum við framleiðslu á hreyfanlega lokunarbúnaðinum, sem og á
aflögun sem kann að verða við notkun.
» Uppsetningin verður að taka mið af stöðlunum EN 12453 og EN 12445. Laga verður átaksstillingu sjálfstýringarinnar
að hliðinu hverju sinni. Drifið er með innbyggðan öryggisbúnað til að koma í veg fyrir að hægt sé að klemmast á milli,
en búnaðurinn byggist á mælingu á snúningsátaki. Laga verður átaksmælinguna að hliðinu hverju sinni. Til að halda
slysahættu í lágmarki verður að laga átaksstillingu stýribúnaðarins að hliðinu með eftirfarandi hætti.
» Þegar drifið lendir á fyrirstöðu fer það í bakkgír.
» Frá verksmiðju er búnaðurinn stilltur á 1. stigs átak.
» Öryggisbúnaðurinn (skv. staðli EN 12978) tryggir öryggi á mögulegum hættusvæðum gegn hættulegum vélrænum hrey-
fingum, til dæmis gegn því að klemmast á milli, dragast með eða skera sig. Á meðan verið er að breyta átaksstillingunni
er öryggisútsláttur ekki virkur.
» Taka skal búnaðinn úr sambandi við rafmagn áður en gerðar eru breytingar á kerfinu.
» Fyrir hvert kerfi er mælt með því að setja upp að minnsta kosti eitt gaumljós og upplýsingaskilti sem komið er fyrir á
yfirbyggingu hliðsins með viðeigandi festingu.
» Schellenberg tekur enga ábyrgð hvað varðar öryggi og hnökralausa notkun drifsins ef notaðir eru íhlutir í búnaðinn frá
öðrum en Schellenberg.
» Við viðhald og viðgerðir má eingöngu nota upprunalega varahluti frá Schellenberg.
237