Þrýstijafnarinn (þrýstingsloki) tengdur
• Skoðið ávallt þéttið á loka gaskútsins áður en þrýstijafnarinn er settur saman.
• Skrúfið þrýstijafnarann og gaskútinn saman í höndunum með rónni á þrýstijafnaranum, sem hefur öfugan skrúfgang. VINSAMLEGAST ATHUGIÐ!
Ekki nota nein áhöld!
• Setjið hosuklemmuna á og ýtið svo og snúið slöngunni á sinn stað á tenginipplinum á þrýstijafnaranum. Herðið hosuklemmuna vel.
• Gangið úr skugga um að allar tengingar séu þéttar með því að bursta þær með sápuvatni. Ef loftbólur myndast er leki til staðar og skrúfa skal
fyrir gasið við kútinn og stöðva lekann. Endurtakið ferlið og athugið tengingarnar aftur með sápuvatni þar til tryggt er að allar tengingar séu þéttar.
Kvekt upp í grillinu
Notið ekki grillið fyrr en gengið hefur verið úr skugga um að allar gasleiðslur séu þéttar og óskemmdar. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig
kveikja á upp í grillinu.
1. Hafið lokið alltaf uppi þegar kveikt er á grillinu.
2. Opnið fyrir lokann á gaskútnum.
3. Ýtið hnappnum inn og snúið honum samtímis ¼ úr hring til að kveikja á brennaranum.
4. Notið hina höndina til að ýta á start rofann sem staðsettur er neðan á framhlið grillsins. (Sérstakur startrofi er fyrir hvert brennarapar)
5. Haldið hnappnum inni í nokkrar sekúndur og stillið svo hitann með því að snúa hnappnum þar til réttu hitastigi er náð.
6. Endurtakið ferlið hér fyrir ofan til að kveikja á fleiri brennurum.
7. Skrúfið fyrir lokann á gaskútnum þegar slökkva skal á brennurunum. Bíðið þar til logarnir hafa slokknað og snúið svo hnapp hvers brennara
í Off-stöðu.
Varúð!
Notið grillið ekki með lokið niðri ef hitinn í því er kominn yfir 250°C. Það gæti valdið alvarlegum skemmdum og litabreytingum á grillinu.
Varúð!
Notið viðeigandi áhöld þegar heitur matur eða heitir hlutar grillsins eru meðhöndlaðir.
Varúð!
ALDREI skal nota vatn til að slökkva eld eða gasloga í grillinu, þar sem slíkt getur valdið alvarlegum skemmdum á grillinu og einnig valdið
slysum á fólki.
Varúð!
Notið aldrei grillið í lokuðu rými eða undir þaki.
Varúð!
Skiljið aldrei við grillið eftirlitslaust þegar það er í notkun og haldið börnum og gæludýrum í öruggri fjarlægð frá heitum hlutum grillsins.
Regluleg skoðun og viðhald
Gaskútur
• Biðjið söluaðila að skoða gaskútinn í hvers sinn sem honum er skipt út eða fyllt á hann.
Gasslanga og þrýstijafnari
• Gúmmí hefur takmarkaðan endingartíma og slitnar með aldrinum. Beygið slönguna og skiptið henni umsvifalaust út ef einhverjar sprungur eru
sjáanlegar í gúmmíinu!
• Athugið gúmmíþéttið á tengingunni sem skrúfuð er í gaskútinn til að ganga úr skugga um að það sé hvorki sprungið né uppþornað.
Brennarar
• Snúið hnappnum á mesta hita og brennið burt alla fitu í fimm mínútur eftir eldun.
• Hreinsið brennarana eins og lýst er hér fyrir ofan eftir hverja notkun - leifar af sósu og fitu geta skemmt málmhluta grillsins.
• Hægt er að hreinsa götin í brennaranum með pípuhreinsara eða einhverju sambærilegu.
1. Ryðfrí grillgrind
• Haldið grillgrindunum hreinum með því að snúa brennarahnappnum á mesta hita og brenna þannig burt fitu í fimm mínútur eftir eldun. Notið
grillbursta eða sambærilegt áhald til að fjarlægja erfið óhreinindi.
• Þvoið grindurnar með heitu vatni og uppþvottasápu einu sinni eða tvisvar ársfjórðungslega.
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ! Notið EKKI leysiefni!
Grillhluti
• Notið plast- eða trésköfu til að skafa burt fitu innan úr grillinu. Mælt er með að nota sápuvatn og svamp til að hreinsa grillið betur. Það er mikil-
vægt til að tryggja að þrýstijafnarinn og lokarnir blotni ekki.
• Mikilvægt er að halda innra byrði grillsins hreinu - annars er hætta á að kveikni í uppsafnaðri fitu.
Söfnunarbakki
• Athugið sandinn í söfnunarbakkanum reglulega til að ganga úr skugga um að hann sé þurr og hreinn. Skiptið um sand þegar þörf krefur. (Notið
fínan sand eða kattasand)
Ytra byrði/rammi grillsins
• Notið sápuvatn til að þrífa grillið að utan og þurrkið svo af því til að tryggja að ekki séu eftir leifar sósu eða fitu sem gætu valdið tæringu í grillinu.
All manuals and user guides at all-guides.com
IS
5