104
Förgun vöru, umbúða, rafhlaðna og rafmagnshluta
(gildir í Evrópusambandinu og öðrum löndum með
sérstakar sorpflokkunarstöðvar)
•
Þetta tákn á vörunni eða meðfylgjandi skjölum hennar
gefur til kynna að ekki má farga vörunni, rafhlöðunum og
rafmagnshlutum með venjulegu heimilissorpi.
•
Fjarlægðu allar tómar rafhlöður og rafmagnshluti áður
en barnabílstólnum er hent. Farðu eftir leiðbeiningunum
um fjarlægingu á hlutnum eða á vörunni.
•
Þessi bílstóll er með 3 rafmagnsíhluti fyrir eftirlitskerfið: miðstöðina,
sylgjuna og snúru sem tengir þær saman. Upplýsingar um hvernig
má fjarlægja þessa hluti má finna á límmiða undir bílstólnum. Nánari
leiðbeiningar má finna í forritinu.
•
Farðu með tómar rafhlöður og rafmagnshluti á endurvinnslustöð sem
meðhöndlar og endurvinnur rafmagns- og rafeindaúrgang.
Förgun umbúða
•
Umbúðirnar utan um þessa vöru innihalda PE plastpoka og pakka.
Flokkaðu þessi efni og farðu með þau á næstu endurvinnslustöð.
! Aðvörun
•
Gættu þess að bílstóllinn eða íhlutir hans séu ekki skemmdir áður en
hann er notaður. Ef skemmdir koma í ljós skal ekki nota vöruna og hafa
samband við söluaðila.
•
Haltu bílstólnum fjarri hitagjöfum, til dæmis hiturum, eldavélum, hellum
o.s.frv., til að koma í veg fyrir ofhitnun.
•
Ekki láta neina rafmagnsíhluti, þar á meðal snúruna og miðstöðina undir
áklæðinu, komast í snertingu við mikinn vökva, t.d. þegar bílstóllinn er
þrifinn. Strjúktu eingöngu af bílstólnum með rökum klút.
•
Ekki nota farsímann á meðan þú ekur.
•
Ekki reyna að taka íhluti í sundur eða breyta þeim.
•
Eftirlitskerfið í þessum bílstól kemur ekki í staðinn fyrir eftirlit fullorðinna
með börnum og ekki má treysta á það eingöngu. Þú berð alltaf lokaábyrgð
á barninu þínu.
•
Notandi ætti ekki að líta á eftirlitskerfið og tengda forritið sem
öryggiskerfi. Notandinn skal þess vegna grípa til allra nauðsynlegra
ráðstafana til að forðast eða draga úr tjóni eða neikvæðum áhrifum sem
geta orðið af völdum réttrar og rangrar notkunar tækisins og forritsins.
Tæknilegar upplýsingar
•
Android: samhæfi við OS 8 og nýrri útgáfur
•
iOS: samhæfi við OS 13 og nýrri útgáfur
•
Athugaðu: mögulega er ekki hægt að nota forritið í öllum Android símum
•
Ráðlagt er að athuga samhæfi tækisins við núverandi útgáfu forritsins
fyrirfram.
•
Samskiptatækni: Lágorku Bluetooth
•
Tíðniband:2402-2480MHz
•
Sendingarkraftur:1mW
•
Afl: einnota 2xAAA 1,5V alkalískar rafhlöður
•
Rekstrarhiti: -20°C til 55°C
Samræmisyfirlýsing
•
Hér með lýsir HTS BeSafe AS því yfir að BeSafe iZi Twist E-M i-Size/ iZi
Turn E-M i-Size/ iZi Twist B-E-M i-Size/ iZi Turn B-E-M i-Size/ iZi Twist M
i-Size / iZi Turn M i-Size er í samræmi við tilskipun 2014/53/EU.
•
Hægt er að nálgast heildartexta ESB samræmisyfirlýsingarinnar á
eftirfarandi vefslóð: https://www.besafe.com/declaration-of-conformity
•
Athugaðu: ekki er víst að allar gerðir vörurnar séu fáanlegar í þínu landi.
105