Íslenska – 4
Í flýtivalmyndinni er hægt að breyta eftirfarandi stillingum:
– <Reset trip>
Allar upplýsingar um vegalengdina sem búið er að hjóla eru
núllstilltar.
– <eShift> (aukabúnaður)
Stillingarnar fara eftir skiptingunni hverju sinni.
Athugaðu: Allt eftir útbúnaði rafhjólsins getur verið að fleiri
eiginleikar séu í boði.
Upphafsskjár
Þessi skjámynd birtist ef ekki hefur verið valin önnur
skjámynd áður en síðast var slökkt á tölvunni.
80%
eMTB
SPEED
22
a
Hleðslustaða á rafhlöðu (breytileg)
b
Stuðningsþrep
c
Ljós á hjóli
i
Mælieining fyrir hraða
j
Yfirskrift skjámyndar
k
Eigið afl
l
Hraði
m
Drifkraftur
n
Yfirlitsstika
Atriði a ... c mynda saman stöðustikuna og eru sýnd í öllum
skjámyndum.
Yfirlitsstikan n sýnir í stutta stund hvaða skjámynd er opin.
Yfirlitsstikan n er sýnd í öllum skjámyndum.
Úr upphafsskjánum er hægt að skipta yfir í stöðuskjáinn eða
fara yfir í aðrar skjámyndir. Í þessum skjámyndum koma fram
talnagögn, upplýsingar um drægi rafhlöðunnar og
meðaltalsgildi.
Ef önnur skjámynd en upphafsskjárinn er opin þegar slökkt
er á rafhjólinu opnast hún næst þegar kveikt er á rafhjólinu.
Ýtt er á hnapp
skjámynd í aðra.
0 275 007 3BK | (14.02.2023)
a
b
c
km/h
i
j
k
l
.7
m
n
eða
til að fara úr einni
Ýttu á valhnappinn
skjámyndirnar. Þannig er t.d. hægt að fara í
stöðuskjáinn.
Leiðsögukerfi
Leiðsögukerfið í Kiox 300/Kiox 500 hjálpar þér að kanna
ókunnar slóðir. Leiðsögnin er skipulögð og sett í gang í
appinu eBike Flow í farsímanum. Til þess að geta notað
leiðsögukerfið þarf nýjustu hugbúnaðarútgáfuna. Það þarf
því að gæta þess að halda appinu eBike Flow og
hjólatölvunni í nýjustu útgáfu.
Upplýsingar um akstursleið og leiðsögn (t.d. um hvenær á að
beygja) koma fram í hjólatölvunni.
Viðhald og þjónusta
Viðhald og þrif
Ekki má þrífa neina hluta búnaðarins með háþrýstidælu.
Halda skal skjá hjólatölvunnar hreinum. Óhreinindi geta leitt
til þess að greining á birtustigi virki ekki rétt.
Við þrif á hjólatölvunni skal eingöngu nota mjúkan klút sem
hefur verið vættur með vatni. Ekki má nota hreinsiefni.
Láta skal skoða rafhjólið að minnsta kosti einu sinni á ári
(m.a. vélbúnað þess og hvort kerfishugbúnaður er í nýjustu
útgáfu).
Söluaðili reiðhjólsins getur einnig miðað við tiltekna
vegalengd og/eða tiltekið tímabil fyrir skoðun. Í þessu tilviki
sýnir hjólatölvan hvenær næsta skoðun á að fara fram þegar
kveikt er á henni.
Láta skal viðurkenndan söluaðila reiðhjóla sjá um að
þjónusta rafhjólið og gera við það.
Láta verður viðurkenndan söluaðila reiðhjóla annast
u
allar viðgerðir.
Athugaðu: Þegar farið er með rafhjólið í viðhaldsskoðun hjá
söluaðila er mælt með því að slökkva á <eBike Lock> og
<eBike Alarm> tímabundið til að koma í veg fyrir óþarfa
viðvaranir.
Notendaþjónusta og ráðleggingar um notkun
Ef óskað er upplýsinga um rafhjólið og hluta þess skal snúa
sér til viðurkennds söluaðila reiðhjóla.
Finna má samskiptaupplýsingar fyrir viðurkennda söluaðila
reiðhjóla á vefsíðunni www.bosch-ebike.com.
Flutningur
Ef aka á með rafhjólið utan á bílnum, t.d. á
u
farangursgrind, skal fjarlægja hjólatölvuna og
rafhlöðu reiðhjólsins (nema um sé að ræða fasta
innbyggða rafhlöðu) til að forðast skemmdir.
Förgun og framleiðsluefni
Nálgast má upplýsingar um framleiðsluefni á eftirfarandi
vefslóð: www.bosch-ebike.com/en/material-compliance.
Ekki má fleygja rafhjólum og íhlutum þeirra með venjulegu
heimilissorpi!
til að fara í gegnum allar
Bosch eBike Systems