Anleitung_PRO_AS_18_Li_SPK7:_
IS
6.10 Skrúfað
Notið ef hægt er skrúfur með sjálfmiðjun (til dæmis
Torx, stjörnuskrúfur) sem stuðla að meira
vinnuöruggi. Gangið úr skugga um að ísettur biti passi
í þá skrúfu sem skrúfa á. Stillið snúningsmátt eins og
lýst er í leiðbeiningunum og eftir skrúfustærð.
7. Hreinsun, umhirða og pöntun
varahluta
Takið tækið úr sambandi við straum áður en að það
er þrifið.
7.1 Hreinsun
Haldið hlífum, loftrifum og mótorhúsi tækisins eins
lausu við ryk og óhreinindi og hægt er. Þurrkið af
tækinu með hreinum klút eða blásið af því með
háþrýstilofti.
Við mælum með því að tækið sé hreinsað eftir
hverja notkun.
Hreinsið tækið reglulega með rökum klút og örlítilli
sápu. Notið ekki hreinsilegi eða ætandi efni; þessi
efni geta skemmt plastefni tækisins. Gangið úr
skugga um að það komist ekki vatn inn í tækið.
7.2 Umhirða
Inni í tækinu eru engir aðrir hlutir sem hirða þarf um.
7.3 Pöntun varahluta:
Þegar að varahlutir eru pantaðir ættu eftirfarandi atriði
að vera tilgreind;
Gerð tækis
Gerðarnúmer tækis
Tækisnúmer
Varahlutanúmer þess varahlutar sem panta á
Verð og upplýsingar eru að finna undir www.isc-
gmbh.info
8. Förgun og endurnotkun
Þetta tæki er afhent í umbúðum sem hlífa tækinu fyrir
skemmdum við flutninga. Þessar pakkningar
endurnýtanlegar eða hægt er að endurvinna þær.
Þetta tæki og aukahlutir þess eru úr mismunandi
efnum eins og til dæmis málmi og plastefnum. Fargið
ónýtum hlutum tækis í þar til gert sorp. Spyrjið
viðeigandi sorpstöð eða á bæjarskrifstofum!
94
18.10.2010
9:27 Uhr
Seite 94
9. Geymsla
Geymið tækið og aukahluti þess á dimmum, þurrum
og frostlausum stað þar sem að börn ná ekki til.
Kjörhitastig geymslu er á milli 5 og 30 ˚C. Geymið
rafmagnsverkfæri í upprunalegum umbúðum.