Gríman stillt
1. Notið sleðana til að stilla efri og neðri ólar höfuðbúnaðarins. Til að stilla meðan gríman er á
andlitinu skal taka í annan sleðann með annarri hendinni. Takið í tauefni á ól höfuðbúnaðarins
með hinni hendinni. Dragið sleðann annaðhvort til hægri eða vinstri til að herða eða slaka. d
Athugið: Algengustu mistökin eru að herða um of. Ef gríman virðist þröng skal slaka á ólum
höfuðbúnaðarins þannig að þær passi. Gríman á að sitja laust og þægilega á andlitinu. e
Notkun grímunnar
Athugið: Látið grímuna sitja rétt með því að draga hana frá andlitinu og setja hana varlega aftur
á sinn stað.
1. Tengið mjúku slönguna (sem fylgir CPAP eða tveggja þrepa tækinu) við snúningsliðinn.
2. Kveikið á meðferðartækinu. Leggist út af. Andið eðlilega.
3. Prófið mismunandi svefnstellingar. Gott er að hreyfa sig þar til það er þægilegt. Ef mikið loft
lekur út þarf að fínstilla. Smávegis loftleki er eðlilegur.
5 Umhirða grímunnar
Varúð:
• Ef vikið er frá þessum leiðbeiningum getur það haft áhrif á virkni vörunnar.
• Ekki má nota klór, hreinsivökva sem inniheldur klór eða hreinsivökva sem inniheldur
mýkingarefni eða rakagefandi efni.
• Notið ekki ósamþykkt hreinsiefni (t.d. ósóngas eða útfjólublátt ljós).
Hreinsunarleiðbeiningar fyrir þá hluta grímunnar sem ekki eru úr ofnu efni
Varúð: Ekki má nota alkóhól eða hreinsivökva sem inniheldur alkóhól á þá hluta grímunnar
sem ekki eru úr ofnu efni.
Handþvoið þá hluta sem ekki eru úr ofnu efni daglega.
1. Takið grímuna í sundur (sjá hlutann Gríman tekin í sundur).
2. Leitið eftir skemmdum eða sliti á öllum hlutum grímunnar (sprungur, sprungunet, rifur o.s.frv.).
Fleygið og skiptið um íhluti eins og þörf krefur.
3. Blandið 1 tsk (5 ml) af fljótandi hreinsiefni í 3,8 lítra af volgu drykkjarvatni (27–32 °C).
4. Setjið grímuhlutana alveg á kaf í volgu hreinsiefnisblönduna.
5. Meðan hlutarnir eru í kafi skal bursta þá með mjúkum bursta í að minnsta kosti 5 mínútur,
gætið þess að fara vel ofan í allar ójöfnur eða rifur.
Athugið: Gætið þess að engar loftbólur séu til staðar inni í grímunni meðan hún er á kafi.
d
e
77