Descargar Imprimir esta página

Axkid MOVEKID Manual De Instrucciones página 158

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 32
Uppsetning Axkid MOVEKID bílstóls
í ökutækið
Áður en AXKID MOVEKID er sett upp skaltu ganga úr skugga um að neðri ólarnar eða neðri ólarfestingarnar hafi verið settar upp í ökutækinu.
Sjá kafla um Neðri ólarfestingar og Uppsetning neðri óla í þessari handbók fyrir frekari upplýsingar og uppsetningarleiðbeiningar.
1
Opnaðu rennilásinn og opnaðu beltisklemmulokið (P).
Settu Axkid MOVEKID í sæti ökutækisins þannig að bakið á bílstólnum snúi fram í ökutækinu. Stilltu fótarýmið fyrir
2
barnið með því einfaldlega að færa bílstólinn fram og til baka í sæti ökutækisins. Axkid MOVEKID er hægt að setja þétt
upp við sætisbak ökutækisins en aldrei má setja hann upp með hælinn (I) hangandi yfir kant ökutækissætisins. Gakktu
úr skugga um að lóðrétta strikið (J) á hælnum (I) fari aldrei yfir kant ökutækissætisins.
Stilltu halla bílstólsins með því að ýta á hallastillingarhandfangið (T) og velja viðeigandi hallastöðu. Til að fá
hámarksöryggi skaltu velja eins upprétta stöðu og mögulegt er á meðan þú tryggir að höfuð barnsins falli ekki fram
þegar það sefur. Af þæginda- og öryggisástæðum ætti að stilla hallahornið í uppréttari stöðu þegar barnið stækkar.
Athugaðu að þegar neðri ólarnar (N) eru spenntar, hallast bílstóllinn aðeins meira þegar hann sekkur í sætispúða
ökutækisins. Þegar Axkid MOVEKID er komið fyrir í farþegasætinu að framan er mögulegt, en ekki nauðsynlegt, að
bakið á bílstólnum snerti mælaborðið.
Opnaðu beltisklemmuna (O). Dragðu út handleggslengd bílbeltisins og þræddu það í gegnum bílbeltisraufina (D) næst
3
þér. Settu beltið í gegnum beltisklemmuna (O) og þræddu það í gegnum bílbeltisraufina (D) á gagnstæðri hlið. Tengdu
bílbelti ökutækisins við beltissylgjuna og togaðu fast í axlarhluta bílbeltisins til að fjarlægja allan slaka og til að festa
bílstólinn, því fastar sem þú togar því traustari er uppsetningin. Til að gefa enn traustari og stöðugri uppsetningu, þrýstu
niður á bílstólinn á meðan þú togar í bílbeltið. Þegar bílstóllinn er vel spenntur skaltu loka beltaklemmunni (O) og læsa
bílbeltinu í stöðu. Gakktu úr skugga um að bæði axla- og mjaðmarbeltið sé læst saman í beltaklemmunni (O). Lokaðu
beltaklemmulokinu (P) og lokaðu rennilásnum.
Festu málmklemmurnar (L) við málmklemmutengin (K) sitt hvoru megin við bíllstólinn (eða tengdu málmklemmurnar
4
(L) við festingarnar í ökutækinu ef neðri festingar eru notaðar við uppsetningu. Sjá kaflann Uppsetning neðri óla í
þessari handbók til að fá frekari upplýsingar). Þrýstu efst á bílstólinn og strekktu á neðri ólunum (N). Með því að spenna
neðri ólarnar (N) stillirðu einnig endanlegan halla bílstólsins. Haltu áfram að ýta niður og setja spennu á bílstólinn þar til
hann er vel festur og þú hefur náð hæfilegu halla.
Dragðu stuðningsfótinn (Q) af bílstólnum. Ýttu á stuðningsfótarhnappinn (R) og dragðu stuðningsfótinn (Q) niður þar til
5
hann snertir gólf ökutækisins. Slepptu stuðningsfótarhnappnum (R) og lyftu bílstólnum upp til að lengja stuðningsfótinn
(Q enn frekar) þar til smellur heyrist. Stuðningsfóturinn (Q) ætti nú að vera læstur og þrýstast þétt að gólfi ökutækisins.
Gakktu úr skugga um að stuðningsfóturinn (Q) halli um 10° fram á við í ökutækinu. Athugaðu bílbelti ökutækisins aftur
til að ganga úr skugga um að það sé enn vel spennt og að enginn slaki hafi orðið á mjaðmabeltinu þegar spennt var á
neðri ólunum og stuðningsfætinum. Ef belti ökutækisins hefur misst spennu skaltu einfaldlega spenna það aftur með
því að endurtaka skref 2 í þessum leiðbeiningum án þess að aftengja neðri ólarnar.
Ýttu ASIP-púðanum (H) inn í raufina á ASIP-festingunni (M) og renndu honum niður. ASIP-púðinn (H) smellur þá á sinn
6
stað. Ef plasthlíf er á ASIP-festingunni (M), taktu hana af og settu hana á ASIP-festinguna (M) á hinni hlið stólsins áður
en ASIP-púðinn (H) er settur á. Gakktu úr skugga um að ASIP-púðinn (H) sé festur á þá hlið Axkid MOVEKID bílstólsins
sem er næst hurð ökutækisins.
158
158

Publicidad

loading