Að notkun lokinni
Notið tusku, heitt vatn og uppþvottalög til að þrífa
grillið. Notið ekki hrjúf hreinsiefni.
Það veldur skemmdum ef notuð eru hrjúf hreinsiefni
eða beitt áhöld á grillið.
Umhirða, viðhald og geymsla
•
Þrífðu grillið reglulega milli þess sem það er notað
og sérstaklega eftir að það hefur staðið óhreyft
lengi.
•
Gættu þess að grillið og allir hlutar þess séu orðnir
kaldir áður en grillið er þrifið.
•
Aldrei hella vatni yfir grillið á meðan það er enn
heitt.
•
Snertu aldrei heitt grill með berum höndum.
•
Breiddu alltaf yfir grillið þegar það er ekki í notkun.
Geymdu grillið í skýli eða skúr til að vernda það
gegn veðrun.
•
Sólarljós, vatn og saltvatn getur allt valdið
skemmdum á grillinu. (Í sumum tilfellum er
yfirbreiðsla ekki nóg).
•
Til að lengja líftíma grillsins og halda því við,
mælum við sterklega með að breitt sé yfir það
ef það stendur úti í lengri tíma, sérstaklega yfir
vetrartímann.
•
Áður en grillið er sett í geymslu til lengri tíma,
skaltu ganga úr skugga um að aska og kol séu
fjarlægð úr grillinu.
VARÚÐ
Ef þeim viðvörunum sem taldar eru upp hér
í leiðbeiningunum er ekki fylgt eftir, getur það
leitt til alvarlegra líkamsáverka eða banaslysa, eða
valdið eignaspjöllum vegna elds eða sprengingar.
Öryggistákn (
) gefa til kynna mikilvægar
öryggisupplýsingar.
Vöruna MÁ AÐEINS NOTA UTANDYRA. Notist
ALDREI í lokuðu rými eins og bílskýli, bílskúr, lokuðum
palli, garðskýli eða undir hvers konar yfirbyggingu.
Yfirfylltu grillið ekki af kolum og láttu kolin ekki
snerta ytri skel grillsins.
Grillið ætti að vera sett saman á öruggan hátt fyrir
notkun
Snertu aldrei heita hluta grillsins með berum
höndum.
Ekki nota innandyra!
Notkun innandyra getur orðið til þess að eitraðar
lofttegundir safnist upp og valdi líkamstjóni eða
jafnvel bana.
Notaðu aðeins utandyra á vel loftræstu svæði.
Ekki nota inni í bílskúrum, byggingum eða í öðru
lokuðu rými.
VIÐVÖRUN
Misbrestur á því að lesa og fylgja þessum
leiðbeiningum getur leitt til alvarlegra áverka eða
eignaskemmda. Uppsetning verður að vera í samræmi
við reglur á staðnum.
Þessi vara er AÐEINS ÆTLUÐ TIL NOTKUNAR
UTANDYRA. Notið ALDREI í lokuðu rými eins og bílskýli,
bílskúr, á aflokuðum svölum eða verönd eða undir
einhvers konar yfirbyggingu.
Mikilvægt - PRÓFIÐ HVORT GRILLIÐ LEKUR ÞEGAR
ÞAÐ ER SAMSETT FYRIR FYRSTU NOTKUN.
ÞVÍ TIL VIÐBÓTAR, prófið hvort grillið lekur árlega,
þegar það er ósamsett, þegar skipt er um hluti í
því, eða ef gaskúturinn er fjarlægður eða honum
skipt út fyrir nýjan. MISBRESTUR Á ÞESSU GETUR
VALDIÐ ALVARLEGUM MEIÐSLUM, EÐA SKEMMDUM Á
GRILLINU.
Látið gaskútinn alltaf standa lóðréttan.
ATHUGAÐU! Þetta grill má aldrei nota undir
eldfimri yfirbyggingu.
VARÚÐ! Grillið verður mjög heitt. Ekki að færa það
til meðan það er í notkun.
VARÚÐ! Haltu börnum og gæludýrum í öruggri
fjarlægð.
Hvers kyns breytingar á grillinu geta reynst
hættulegar.
Aldrei skilja grillið eftir eftirlitslaust þegar það er
í notkun.
Fylgdu ávallt leiðbeiningum um þrif og umhirðu
og sinnið viðhaldi reglulega.
Þegar grillinu er komið fyrir þarf að gæta þess
að það sé í að minnsta kosti eins metra fjarlægð frá
eldfimum efnum eða byggingum.
Ekki bæta grillvökva, eða kolum sem vætt hafa
verið með grillvökva, á heit kol.
Fjarlægðu ekki ösku fyrr en öll kol hafa brunnið
upp og grillið er orðið kalt.
Varastu að vera í fatnaði með löngum og víðum
ermum þegar grillað er.
Ekki nota grillið í miklum vindi.
Ekki nota grillið á eldfimu yfirborði eins og við.
Ekki snerta grillið til að athuga hvort það sé orðið
heitt.
Ekki nota vatn til að slökkva loga eða kæla niður
notuð kol.
Láttu kolin alltaf brenna upp eða slökkvið í
glæðum að notkun lokinni.
Notaðu alltaf grillhanska þegar kveikt er upp,
grillað og loftræsting stillt.
Notaðu viðeigandi grilláhöld við eldamennskuna.
13