TI L E IG I N ÖRYGG IS - ÁÐU R E N G RI LLI Ð E R NOTAÐ
NOTKUN OG UMHIRÐA GRILLSINS
Áður en grillið er notað í fyrsta sinn:
• Fjarlægið allar umbúðir og sölumerkingar af grillinu. Notið ekki
beitt verkfæri til að fjarlægja límmiðana.
• Þvoið matreiðsluristina með heitu sápuvatni, skolið og þurrkið
rækilega.
Fyrir hverja notkun grillsins:
• Notið grillið aðeins á hörðu og jafnsléttu svæði til að forðast
að það velti.
• Til að koma í veg fyrir að útsláttarrofar heimilisins taki rafmag-
nið af skal halda rafstjórnbúnaðinum þurrum og ekki nota
önnur raftæki á sömu rás.
• Athugið fitubakkann til að tryggja að hann sé tómur og að hann
sé festur undir aftöppunaropinu.
• Til að matvælin festist ekki við grillið skal bera gott lag af
jurtaolíu eða jurtaolíugrunnaðan úða á matreiðsluristina.
Kveikið á grillinu:
• Tryggið að rafstjórnbúnaðinum sé snúið rangsælis til fulls í
stöðuna off (slökkt).
• Setjið grillið í samband við jarðtengda, lekastraumsvarða
innstungu. Ef nauðsynlegt er að nota framlengingarsnúru skal
leita í „Notkun og öryggi framlengingarsnúru". Snúið hnappi-
num réttsælis. Gaumljósið ætti að kvikna.
Að forhita grillið:
• Haldið lokinu lokuðu.
• Forhitið grillið í 15-20 mínútur með stjórnhnappinn á
HIGH. (Sjá skýringarmynd bér fyrir neðan).
• Hitunarbúnaður grillsins mun slökkva á sér eftir 3 klst.
notkunartíma til að vernda búnaðinn, en ljósið mun haldast
kveikt til að minna á að taka grillið úr sambandi. Ef þörf er
á að nota grillið í meira en 3 klst. er nauðsynlegt að snúa
stjórnhnappinum í stöðuna
sambandi og setja það aftur í samband til að halda notkun
þess áfram.
• Til að velja hitastillingu skal setja bendil stjórnhnappsins á
viðeigandi tölu á skífu stjórnhnappsins. 1 er lágur hiti, 5 er
hár hiti.
Að slökkva á grillinu:
• Snúið stjórnhnappinum rangsælis í stöðuna
• Takið snúruna úr sambandi.
5
OFF (SLÖKKT), taka grillið úr
OFF (SLÖKKT).
Notkun grills:
• Til að útkoman sé sem best skal elda með lokið lokað til að halda
hitanum inni í grillinu og tryggja að maturinn sé eldaður í gegn.
• Hitamælirinn á lokinu gefur til kynna þann hita sem er inni í grillinu.
• Stilling stjórnbúnaðarins fyrir mismunandi mat fer eftir aðstæðum
utandyra og matreiðslukostum hvers og eins.
• Fitubakkinn (ef til staðar) verður að vera settur í grillið og tæmdur
eftir hverja notkun.
• Hreinsið grillið oft, helst eftir hverja notkun. Ef broddabursti er
notaður til að hreinsa matreiðslufleti grillsins skal tryggja að engir
lausir broddar séu eftir á matreiðsluflötunum áður en grillið er notað.
Ekki er mælt með að hreinsa matreiðsluyfirborð þegar grillið er heitt.
Að hafa stjórn á eldi sem kviknar í fitu:
• Til að hjálpa til við að hafa stjórn á eldi í fitu skal gera eftirfarandi
öryggisráðstafanir:
• Haldið grillinu lausu við fitu, hættan á að eldur kvikni í fitu eykst ef
fita safnast upp.
• Skerið umframfitu af kjötinu og notið fituminni bita til að minnka
hættuna á að eldur kvikni í fitu.
• Ef eldur blossar upp við matreiðslu skal minnka stillingu stjórn-
búnaðarins og loka lokinu.
• Ef eldurinn heldur áfram að brenna skal snúa stjórnhnappinum í
stöðuna
OFF (SLÖKKT) og taka rafmagnssnúruna úr sambandi.
Hreinsið postulínsskálina undir hitunarbúnaðinum a.m.k. einu sinni á
hverju sumri, en oftar ef grillið er mikið notað.
Að hreinsa grillið:
• Mikil uppsöfnun brenndrar fitu og matarleifa minnkar eldunargetu
grillsins. Til að afköstin séu sem mest:
• Hreinsið postulínsskálina undir hitunarbúnaðinum a.m.k. einu sinni á
hverju sumri, en oftar ef grillið er mikið notað.
• Notið milt hreinsiefni eða heitt sápuvatn, skrúbbið yfirborð neðri
postulínsskálarinnar varlega með plast eða látúnsbursta.
• Hreinsið matreiðsluristirnar reglulega með heitu sápuvatni eða lausn
matarsóda og vatns. Notið óslípandi hreinsiefni á erfiða bletti. Ef
broddabursti er notaður til að hreinsa matreiðslufleti grillsins skal
tryggja að engir lausir broddar séu eftir á matreiðsluflötunum áður
en grillið er notað. Ekki er mælt með að hreinsa matreiðsluyfirborð
þegar grillið er heitt.
• Hreinsið postulínslokið og aðalhlutann með óslípandi hreinsiefni.
• Notið ekki hrjúf ofnhreinsiefni, stálull eða málmbursta til að hreinsa
postulínshluta eða grillskrokkinn. Þeir skemma áferðina.
• Notið ekki beitt eða oddmjó verkfæri til að hreinsa grillið.
Að hreinsa festingu hitunarbúnaðarins:
• Festinguna má hreinsa með rökum klút og mildu hreinsiefni eða
heitu sápuvatni.
• Þurrkið rafstjórnbúnaðinn og hitunarbúnaðinn fyrir notkun.
Að geyma grillið:
• Hreinsið matreiðsluristina.
• Geymið grillið á svæði sem er verndað frá veðri eða undir hlíf fyrir
grill þegar það er ekki í notkun.
Sí ð a 6 5
C H A R B R O I L. E U