MicroFeeder Pitstop Instrucciones De Montaje página 15

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 7
IS Uppsetningar- og notkunarleiðbeiningar
Staðsetning
Matarinn skal festur upp á hliðinni á vegg eða hálfvegg, til dæmis við hliðina
á vatnstrogi. Einnig er hægt að festa hann á rimla í hlöðu eða garði eða á
stöðugri, helst ferkantaðri, járnstöng eða álíka, til dæmis á stólpa við
fóðurborðið.
Matarinn er yfirleitt festur upp á vinstri hliðinni (til vinstri þegar horft er á
opið/framflipann) með meðfylgjandi festingu/hlífðarramma og festibúnaði.
Einnig er hægt að festa matarann upp á hægri hlið hans. Matarinn er yfirleitt
settur upp innandyra en einnig er hægt að hafa hann utandyra.
Ákvörðun um staðsetningu skal taka mið af því hve auðvelt er að setja
bætiefni í matarann. Það er auðveldast ef það er mannop nálægt
mataranum.
Matarinn er settur upp þannig að neðri brún opsins sé um 80 cm frá jörðu,
en neðar ef hann er ætlaður fyrir kálfa eða yngri búgripi.
Notkun
Matarinn er ætlaður til að gefa steinefnafóðurbæti til viðbótar við þau
steinefni sem kýr fá með venjulegu fóðri. Mjólkurkýr þurfa yfirleitt
aukasteinefni frá því 3 vikum áður en þær bera og í 3 mánuði eftir að þær
bera þar sem fæðuinntaka þeirra á þessu tímabili uppfyllir ekki þarfir þeirra.
Burt séð frá því eru kýr lífverur með einstaklingsþarfir. Nautgripir geta upp
að vissu marki stýrt inntöku sinni á steinefnafóðurbæti í samræmi við sínar
þarfir.
Nota skal steinefnafóðurbæti með Pitstop-mataranum sem hentar fyrir
frjálsa neyslu. Varðandi Pitstop+ er mikilvægt að hafa í huga að svo
steinefnafóðurbætirinn renni auðveldlega að skömmturunum verður hann
að vera kornaður og bragðgóður.
Til að tryggja að fóðurbætirinn sé ferskur og lystugur skal ekki fylla á
matarann fyrr en dýrin hafa étið allt sem fyrir er.
Pitstop-matari getur tekið við um 50 lítrum af fóðurbæti. Ef um útgáfur með
smærri festingu er að ræða er hins vegar best að takmarka áfyllingu við 10–
15 lítra í einu, sem samsvarar innihaldi sekks eða 10 lítra fötu. Annars er
hætta á að matarinn skekkist.
Ábendingar og ráð
Ef vandamál vegna stíflna koma upp er auðvelt að stækka gatið á botni
fóðurílátsins, t.d. með vasahnífi. Besta lausnin er þó að setja um 50 cm
langa járnstöng í gatið þar sem það kemur alveg í veg fyrir stíflur því kýrnar
færa stöngina stöðugt til þegar þær éta.
Ef smellan á lokinu er of föst er hægt að losa hana með því að skera hluta
af plastinu af með vasahnífi. Ef hún er of laus er hægt að festa hana betur
með límbandi.
Uppsetningarleiðbeiningar fyrir útgáfu með stórum hlífðarramma
1
Nauðsynlegt er að snúa mataranum við í hlífðargrindinni ef ætlunin
er að hengja hann upp á hægri hliðinni þar sem uppsetningin á
honum við afhendingu miðast við að hann sé hengdur upp á vinstri
hliðinni – annars skal fara í lið 2.
Ef svo er
a)
Er framflipinn fjarlægður eftir að stöngin sem heldur honum er
dregin út
b)
Boltarnir fjórir sem halda mataranum á sínum stað í
hlífðargrindinni eru fjarlægðir
c)
Mataranum er snúið við og festur aftur með boltunum fjórum
d)
Framflipinn er festur aftur í gatið með stönginni og Starlock-
lokinu sem er fest inni í mataranum.
2
Merktu staðsetningu gatanna fjögurra þar sem matarinn á að
hanga. Lóðrétta fjarlægðin á að vera 302 mm og lárétta fjarlægðin
650 mm. Gakktu úr skugga um að það sé nægt pláss í kringum
matarann, sérstaklega að það séu um 350 mm af lausu plássi á bak
við götin að aftan.
Það eiga að vera um 900 mm frá gólfinu sem kýrnar standa á upp
að neðri götunum – neðri brún gatsins verður um 100 mm neðar.
Matarinn skal hanga neðar fyrir kálfa og yngri nautgripi.
3
Boraðu svo fjögur göt með bor sem er nógu langur til að fara í
gegnum vegginn, sem er yfirleitt 150 mm þykkur.
4
Stingdu snittuðu stöngunum í gegnum götin á veggnum og skrúfaðu
rærnar á þær hinum megin við vegginn eftir að hafa sett stórar
skinnur á milli rónna og veggsins. Hengdu svo matarann upp á
snittuðu stangirnar og hertu rærnar með skinnur á milli.
5
Sagaðu þann hluta sem stendur út af stöngunum til að koma í veg
fyrir að þær meiði dýrin.
6
Festu framflipann með Starlock-lokinu sem er fest inni í mataranum
(ef því var ekki lokið).
7
Ef um Pitstop+ útgáfu með skammtara og rafbúnaði er að ræða skal
ganga úr skugga um að lágspennuvírinn sem kemur út á milli
matarans og veggsins sé varinn svo kýrnar nái ekki til hans með
tungunni.
Uppsetningarleiðbeiningar fyrir útgáfu með lítilli festingu
Veggur, hálfveggur
Girðingarstaurar, stólpar,
járnstangir eða álíka
1
Eftir að hafa ákveðið hvort Pitstop-matarinn skuli hengdur upp á
vinstri eða hægri hliðinni eru fjögur 10 mm göt boruð í matarann
fyrir festinguna. Merkt er á hliðum matarans hvar götin eiga að vera
en einnig skal miða þau við festinguna.
2
Nota skal festinguna til að
Festingin skal sett upp lárétt/lóðrétt
merkja staðsetningu
og fest með viðeigandi U-klemmum
gatanna áður en borað er og
sem passa á staurinn eða stólpann.
svo eru boruð fjögur 12 mm
Einnig er hægt að bora fjögur göt í
göt í (hálf)vegginn með
girðingarstaura* eða stólpa/stöng
steypubor. Neðri götin skulu
og samsvarandi aukagöt í
vera 80 mm fyrir ofan jörðina
festinguna.
til að tryggja að matarinn sé
Hafðu í huga að styrkur grinda og
*
í hentugri hæð fyrir
stólpa minnkar ef göt eru boruð í
mjólkurkýr. Gakktu úr
þá.
skugga um að götin séu
staðsett alveg lóðrétt og
lárétt gagnvart hvert öðru.
3
Stingdu blindnöglunum
Festu festinguna með 2 U-
fjórum inn í götin fjögur sem
klemmum, eða fjórum boltum (M8,
voru boruð í vegginn. Festu
M10 eða M12) af viðeigandi lengd
festinguna með frönsku
(þeir fylgja ekki með mataranum).
skrúfunum – mundu að
Mundu að dýpsti og breiðasti hluti
dýpsti hluti festingarinnar á
festingarinnar verður að vísa niður.
að vísa niður.
4
Festu matarann við festinguna með fjórum stuttum boltum.
Mikilvægt er að staðsetja skinnurnar inni í mataranum! Auðveldast
er að byrja á að hengja matarann upp að framan á efsta boltann.
5
Fóðurflipinn er festur með meðfylgjandi stöng og Starlock-lokum.
Frekari upplýsingar er að finna á microfeeder.com eða með því að hafa
samband við okkur í síma +45 6141 5441 eða á netfangið
iusr@microfeeder.com

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido