Framleiðsla
Ísetningarplatan skorin til
Skilyrði
Efnið sem er notað hefur nægilega viðloðun.
Til þess að tryggt sé að hnapparnir virki rétt er
mikilvægt að málin og vikmörkin séu rétt.
1
Skerið ísetningarplötuna til samkvæmt málunum á
teikningunni
2
Gerið fláa á kantana (C) umhverfis hnappaopið á
sýnilega fletinum (B)
Athugið hvort hnapparnir virki réttt
Skilyrði
Ísetningarplatan hefur verið skorin til samkvæmt
málunum á teikningunni.
Ekki er hægt að vinna frekar með ísetningarplötuna
ef hlífðarfilman er tekin af límböndunum of snemma.
Takið hlífðarfilmuna ekki af límböndunum fyrr en
koma á plötunni endanlega fyrir.
1
Setjið ísetningarplötuna í ramma stjórnplötunnar
2
Athugið hvort hnapparnir virki rétt. Hnapparnir
mega ekki nuddast utan í ísetningarplötuna
Niðurstaða
Báðir hnapparnir eiga að geta hreyfst óhindrað, ef
svo er ekki verður að gera lagfæringar.
14
Ísetningarplötunni komið fyrir í ramma
stjórnplötunnar
Skilyrði
• Virkni hnappanna hefur verið prófuð
• Aukaefni sem hrinda frá sér lími, s.s. sílikon, olía
og feiti, hafa verið fjarlægð af ísetningarplötunni
• Ísetningarplatan er þurr og laus við ryk
• Ísetningarplata úr náttúrusteini er grunnuð
• Vinnsluhitastigið er að minnsta kosti 10°C
1
Takið hlífðarfilmuna af ramma stjórnplötunnar
2
Setjið ísetningarplötuna í ramma stjórnplötunnar
Gætið þess að ruglast ekki á sýnilega fletinum (B)
og límfletinum (D).
3
Þrýstið ísetningarplötunni að með jöfnu álagi yfir
allan flötinn
Niðurstaða
Ísetningarplatan er vel föst í ramma stjórnplötunnar.