Öryggi
Takk fyrir að velja Wood´s rakatæki! Í þessari handbók finnur þú allt sem þú þarft að vita um Wood´s rakatækið þitt.
Geymið handbókina á öruggum stað til síðari tíma nota. Til að afköst tækisins séu með sem besta móti er mikilvægt
að lesa þessar leiðbeiningar vandlega áður en byrjað er að nota tækið.
HSW100 frá Wood´s er lágspennurafmagnstæki. Tækið notar aðeins 12V spennu þannig að hætta á raflosti er mjög
lítil. En eins og með öll raftæki er mikilvægt að fylgja fáeinum öryggisleiðbeiningum.
Þetta tæki er ekki ætlað til notkunar fyrir einstaklinga (þ.m.t. börn) með skerta líkamlega getu, skynjun eða andlega
getu, eða skort á reynslu og þekkingu, nema þeir séu undir eftirliti eða hafa fengið leiðbeiningar varðandi notkun
tækisins frá aðila sem ber ábyrgð á öryggi þeirra.
Hafa skal eftirlit með börnum til að tryggja að þau leiki sér ekki með tækið.
Ef rafmagnssnúran er skemmd þarf að skipta um hana með þar til gerðri snúru eða snúrubúnaði frá framleiðanda eða
þjónustuaðila.
•
Hafið tækið ávallt fjarri hitagjöfum.
•
Notið tækið ekki utandyra.
•
Aftengið tækið frá rafmangi áður en það er fært, sett í geymslu eða það hreinsað eða sían er hreinsuð.
•
Gangið úr skugga um að tækinu sé komið fyrir á traustu og sléttu yfirborði.
•
Óvarleg meðhöndlun eða óleyfilegar breytingar á snúrunni eða rafhlutum tækisins gætu ógilt ábyrgðina.
•
Ábyrgðin gildir aðeins við framvísun kvittunar.
Lausn vandamála
Vandamál
Engin rakaframleiðsla
Rauða gaumljósið logar
Rauða gaumljósið logar
Hávaði frá tækinu
Hávaði frá tækinu
Engin rakaframleiðsla þó að
vatnshæðin sé rétt
Orsök
Ekkert vatn í geyminum
Of lítið vatn í geyminum
Hæðarskynjari er fastur
Rangar síur eru notaðar
Bilun í viftumótor
Bilun í viftumótor
Bilanaleit
Bætið við vatni
Bætið við vatni
Fjarlægið aðskotahluti/agnir og
losið stíflu
Fjarlægið síurnar og setjið í
réttar síur
Hafið samband við söluaðila
Hafið samband við söluaðila