156
Höfuðpúði
• Fjarlægið smækkara í höfuðrými báðum megin á höfuðpúða þegar
barnið er eldra en þriggja mánaða eða ef höfuðið passar ekki lengur
eða barnið er orðið hærra en 60 sm. (18)
Izi Go notaður með kerru
iZi barnabílstólinn er hægt að setja á margar tegundir kerra. Sjá
heildarlista á www.besafe.com
Fest á kerru
• Notið millistykki fyrir kerru og smellið á (2x) (19)!
Losað af kerru
1. Hafið burðarhandfangið í burðarstöðu.
2. Ýtið á hnappa báðum megin til að losa stólinn og lyftið honum
lóðrétt upp. (20)
3. Ýtið á hnappa báðum megin til að losa stólinn og lyftið honum
lóðrétt upp. (21)
Skipt um áklæði
• Leggið á minnið hvernig áklæðið er tekið af til að geta sett það
aftur eins á.
! Aðvörun: Möguleg mistök
• EKKI MÁ setja stólinn í framsæti MEÐ VIRKUM
ÖRYGGISPÚÐA.
• Alltaf skal nota gólfstuðninginn og ganga tryggilega frá
honum þannig að hann sé eins mikið út dreginn og hægt er.
• Gakktu úr skugga um að merkin séu græn á ISO-fix festingunum
áður en ekið er af stað.
Ábyrgð
• Allar BeSafe vörur eru hannaðar, framleiddar og prófaðar af kostgæfni
bæði af framleiðanda og óháðum eftirlitsaðilum. Ef stóllinn uppfyllir
ekki kröfur vinsamlegast skilið honum til VÍS.
• Ef lagfæra þarf stólinn sem þú leigir, hafðu þá samband við
barnabílstóla VÍS í síma 560-5365 eða komdu við á næstu
þjónustuskrifstofu VÍS. Ekki reyna að lagfæra stólinn upp á
eigin spýtur.
• Stól sem lent hefur í umferðarslysi skal skila strax til VÍS og fá annan
í staðinn.
157