Uppsetning:
1. Tengdu rafmagnssnúru við
rafmagnstengið (2).
2. Með því að þrýsta snögglega á takkann
(1) kveikir þú eða slekkur á hátalaranum.
Hvítt LED ljós lýsir þegar kveikt er á
tækinu. Ef pöruð tæki finnast kviknar á
LED ljósi sem lýsir stöðugt, sem þýðir að
þú getur byrjað að nota hátalarann.
3. Ef ekkert tæki finnst þá heldur LED ljósið
áfram að blikka og tækið fer sjálfkrafa
í pörunarham. Farðu í Bluetooth-
stillingarnar í fartækinu þínu til að
tengjast ENEBY 20/30. LED ljósið ætti
þá að hætta að blikka og hátalarinn er
tilbúinn til notkunar.
Hátalarinn fer í biðstöðu eftir 20 mínútna
þögn.
Breyta hljóðstyrk:
Snúðu takkanum (1) til vinstri til að draga
úr hljóðstyrk eða til hægri til að auka
hljóðstyrk.
Bæta við Bluetooth-tækjum:
(hámark 8 tæki)
1. Farðu í Bluetooth-valmyndina í fartækinu
þínu og tengdu við ENEBY 20/30.
2. Þegar Bluetooth-tengingin er komin á
mun hvíta LED ljósið hætta að blikka.
Aðrar stillingar:
Bassastilling:
Hátíðnistilling:
Endurstilla á
grunnstillingar:
Ýttu á hnapp (1) í þrjár sekúndur. Þá opnast bassastjórnun.
LED-ljósið blikkar hægt. Snúðu til vinstri/hægri til að stilla.
Staðfestu bassastillingar og farðu í diskantstillingar með því að ýta
einu sinni á hnappinn.
LED-ljósið blikkar hratt. Snúðu til vinstri/hægri til að stilla diskant
og staðfestu með því að ýta einu sinni á hnappinn og farðu úr
hljóðstillingum.
Ýttu á hnapp (1) í 10 sekúndur. Þá verða öll tengd Bluetooth-tæki
fjarlægð og stillt aftur á sjálfgefnar hljóðstillingar.
Afpara Bluetooth-tæki:
Farðu í Bluetooth-valmyndina í fartækinu
þínu og afparaðu ENEBY 20/30 frá tækinu.
Spila tónlist frá öðrum tækjum:
Tengdu tækið í hljóðtengið (3) aftan á
hátalaranum. Hátalarinn skynjar sjálfkrafa
utanaðkomandi tæki og slekkur á
Bluetooth-stillingunni. Notaðu þriggja póla
3,5 mm hljóðsnúru.
Nota hátalarann um allt heimilið:
ENEBY 20 getur verið færanlegur. ENEBY
rafhlaðan er seld sér.
— Til að bæta við rafhlöðu skal opna hólfið
(5), setja rafhlöðuna í og passa að hún
snúi rétt.
— Rafhlaðan hleðst á meðan varan er
tengd við rafmagn.
— Þegar rafhlaðan er að klárast blikkar
rautt LED ljós í takkanum (1). Þegar
rafhlaðan er að hlaðast lýsir LED ljósið
stöðugt.
Fest hátalarann við vegg eða stand:
ENEBY veggfesting og ENEBY standur eru
aukahlutir sem eru seldir sér.
Notaðu götin (4) og meðfylgjandi skrúfur til
að festa við standinn eða veggfestinguna.
Ekki skrúfa skrúfurnar of fast.
35