PELTOR Lite-Com Pro
Heyrnartól sem hægt er að forrita til fjarskipta
Peltor Lite-Com Pro tryggir áreiðanleg og skilvirk samskipti tveggja eða fleiri, jafnvel í hávaðasömu
umhverfi. Varan er viðurkennd til notkunar þar sem verið er að sprengja (ATEX).
Lestu þessar notkunarleiðbeiningar gaumgæfilega til þess að fá sem mest not af nýju Peltor-
heyrnartólunum þínum!
EIGINLEIKAR
•
Þráðlaus og forritanleg fjarskiptaheyrnartól fyrir 30 talstöðvarrásir í tíðnisviðinu 430 ─ 470 MHz. Tækin
ná allt að 3 km utandyra með mesta sendingarkrafti. Með litlum sendingarkrafti ná þau um 1 km.
•
38 CTCSS og 83 DCS „undirrásir" gera fleiri einum notanda kleift að nota sömu rás án þess að menn
þurfi að hlusta hver á annan.
•
Notkunartími allt að 40 klukkustundir, allt eftir tegund rafhlöðu og notkun.
•
Viðvörunarmerki þegar spenna lækkar.
•
Sjálfvirk lokun eftir síðustu notkun.
•
Valdar stillingar eru staðfestar munnlega með raddboðum (á ensku)
•
Síðasta stilling er vistuð þegar slökkt er.
•
Forritanleg
Hægt er að forrita aðgerðir í Lite-Com Pro eftir þörfum notanda með sérstökum forritum.
Leitaðu nánari upplýsinga hjá viðurkenndum umboðsmanni Peltors.
KOSTIR (Mynd H)
1.
Sérstaklega breið höfuðspöng (MT7H7F470-50) með mjúkri bólstrun til að hafa sem best
þægindi allan vinnudaginn. Aðhæfðar hjálmfestingar (MT7H7P3E470-50) með festingum fyrir
andlitsvörn og regnvörn.
2.
Sjálfstætt fjaðrandi spangarþræðir í ryðfríu fjaðurstáli jafna þrýstinginn umhverfis eyrun.
Spangarþræðir úr stáli halda spennunni betur en plastspangir, nær sama hvert hitastigið er.
3.
Lágt tveggja punkta upphengi og einföld hæðarstilling án hluta sem standa út.
Mjúkir og breiðir þéttihringir fylltir með frauði og vökva með innibyggðum þrýstijöfnunarrásum
4.
þýða lágan þrýsting, skilvirka þéttingu og bestu fáanlegu þægindi.
5.
Sveigjanlegt loftnet sem situr lágt en gefur afar næma móttöku.
6.
Innstunga fyrir tengingu við annan búnað, svo sem annað þráðlaust talkerfi, farsíma, mp3-spilara
o.s.frv.
7.
Rafhlöður. Lite-Com Pro eru afhend með NiMH-rafhlöðunni ACK05 frá Peltor og tilheyrandi
hleðslutæki. Einnig er hægt að nota aðrar rafhlöður af gerðinni LR6 (AA). ATH. Sjá RAFHLÖÐUR
hér að neðan!
8.
Eru afhend með hljóðnema sem deyfir umhverfishávaða svo talið heyrist skýrt. „Quick
Positioning" stilling til að snúa honum auðveldlega í rétta stöðu.
9.
Hnappaborð sem gerir að auðvelt er og þægilegt að stilla Lite-Com Pro.
10.
Hægt er að forrita frekari aðgerðir með hugbúnaði sem fæst hjá viðurkenndum umboðsaðilum
Peltors.
ÞRÝSTIHNAPPAR (Mynd A)
ON/OFF/FUNKTION (¡)Kveikt og slökkt á Lite-Com Pro og val á milli aðgerða í valmynd.
1.
2.
UP (+) Eykur styrk valinnar aðgerðar.
3.
NIÐUR (-)Dregur úr styrk valinnar aðgerðar.
4.
PTT Sending með Lite-Com Pro.
74
All manuals and user guides at all-guides.com