Tsurumi Pump KTD Serie Instrucciones De Funcionamento página 87

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 18
Lyfting:
Allar dælur þurfa sterkan kaðal til að lyfta þeim. Endi kaðalsins verður að
vera aðgengilegur undir öllum kringumstæðum.
Kapall:
Kapallinn og möguleg vatnsþétt tengsl hans og framlengingarkapall þurfa
að ná nógu hátt til að enginn hætta sé á að flæði yfir hann. Rafvirki getur
framlengt kapli og tryggt að samskeyti séu vatnsþétt, hafi hann reynslu og
fullnægjandi 3M eða jafngildan búnað. Skipti á kapli eru ávallt æskileg og
skulu aðeins fara fram á verkstæði.
Spennufall vegna lélegs kapals á milli aflgjafa og dælu er langalgengasta
ástæðan fyrir ofhleðslu mótora.
Dælan verður að tengjast útstöðvum eða start-búnaði sem komið hefur verið fyrir
nógu hátt til að ekki flæði yfir hann.
Öll vinna við rafmagn skal vera í höndum löggilts rafvirkja.
Mótor skal aðeins opna á verkstæði. Allar mælingar verður að gera á lausa enda
kapalsins.
VARÚÐ!
Allur rafbúnaður verður alltaf að vera jarðtengdur. Þetta gildir
jafnt fyrir dæluna og eftirlitsbúnað.
Rangar tengingar geta leitt til straumleka, raflosts eða elds.
Tryggið að notaður sé jarðtengdur lekaliða og vörn gegn yfirstraumi (eða
rofa) til að forða dælunni frá skemmdum sem gætu leitt til raflosts.
Óstöðug jarðtenging getur valdið því að dælan verði óstarfhæf mjög fljótt
vegna raf-galvanískrar tæringar.
VARÚÐ!
Uppsetning rafkerfis skal ávallt vera í samræmi við ríkjandi
reglur á hverjum stað.
Kannið hvort spenna í aðalæð, tíðni, búnaður og aðferðir samræmist þeim
upplýsingum sem stimplaðar eru á skiltið með flokki mótorsins.
Tiltekin tíðni verður að vera innan við ±1Hz tiltekin spenna innan ±5% af þeirri
tíðni og spennu sem aflgjafi er gefinn upp fyrir. Kannið hvort rafliðar, sem bregðast
við of miklum hita, samræmist uppgefnum straumi dælunnar og hvort þeir séu rétt
tengdir.
Tenging á leiðurum í dælu og mótor
Ef dælan er ekki útbúin með tengli skuluð þið vinsamlegast hafa samband við
söluaðila Tsurumi.
Til að tryggja réttar tengingar þarf að liggja fyrir vitneskja um fjölda leiðara,
eftirlitsbúnað og hvernig hefjast skuli handa (sjá nafnaskilti).
Áður en hafist er handa:
Kannið hvort allir hlutaðeigandi aðilar séu sammála um
að allri forkönnun sé lokið. Kannið hvort allir skrúfboltar
séu hertir og dælunni sé vel komið fyrir, hvort
afrennslisslangan sé ekki tengd og tryggið að enginn
snerti vatnið né sé nálægt slöngum eða rofum. Verið
tilbúin til að stoppa tafarlaust.
VARÚÐ!
Upphafskippurinn
ofsafenginn. Haldið ekki í handfang
dælunnar
þegar
snúningsstefna. Tryggið að dælan sé örugglega
fest og geti ekki snúist.
Dælan mun kippast til rangsælis þegar horft er að ofan
og gefur það til kynna að hún gangi réttsælis. Ef ekki,
þá þarf rafvirki að víxla varlega tveimur af þremur
leiðurum U, V og W þegar kemur að því að tengja
dælukapalinn við ræsi.
tilfelli star delta-rofa, vinsamlegast ráðfærið ykkur við
Tsurumi söluaðila.
Notið dæluna í uppréttri stöðu og á flötu yfirborði.
Komið dælunni fyrir á klossa eða öðru föstu undirlagi,
ef þörf krefur, til þess að koma í veg fyrir að hún sökkvi
í leðju.
Rafmagnstengi
Starfræksla
getur
verið
könnuð
er
Aðeins menntaður rafvirki ætti að fá leyfi til að vinna við rafkerfið, þar sem aðeins
hann er fær um að þekkja þær hættur sem um er að ræða og reglugerðina sem
fylgja skal.
Áður en kveikt er á:
Setjið ekki í samband við rafmagn ef uppsetningu dælunnar er ekki lokið eða ef
einhver hluti dælunnar hefur ekki verið skoðaður eða ef einhver snertir vatnið.
Kapli getur auk þess stafað hætta af því að hann festist þegar dælan er lækkuð
eða hann sé kraminn af hjólum farartækja. Flutningur er önnur möguleg
uppspretta hættu.
ATHUGASEMD!
Ef tengill og kló eru notuð, ætti jarðtengingin að vera lengri en hinir vírarnir
til að tryggja að hinir vírarnir muni, ef til mikils átaks kemur, slitna fyrst.
VARÚÐ!
Áður en cabtyre kapallinn er tengdur við stjórnstöð skal
tryggja að aflgjafinn (þ.e. útsláttarrofinn) sé aftengdur á
fullnægjandi hátt. Misbrestur á því getur leitt til raflosts,
skammhlaups eða meiðsla sem óvænt gangsetning dælunnar veldur.
VARÚÐ!
Ávallt skal skipta um laskaðan kapal.
Til þess að tengja kaplana rétt við stjórnborðið skal fara eftir
skýringarmyndinni sem finna má í töflunni í viðaukanum
Cabtyre kapall
Séu ein eða fleiri framlengingarsnúrur notaðar þurfa þær e.t.v. að vera stærri en
dælukapallinn, í samræmi við lengd og mögulega aðra hleðslu. Rafmagnssnúra
með ófullnægjandi sverleika leiðir til spennufalls og þ.a.l. til þess að mótor og
snúra ofhitni, sem getur leitt til endurtekinna stöðvana mótors, óáreiðanleika,
skammhlaups, elds, straumfalls og raflosts. Sama gildir um skemmdan eða illa
frágenginn kapal – enn frekar ef hann er undir vatni. Ekki ætti að reyna að skipta
um eða skeyta saman dælukapli eða opna mótorinn fyrir utan verkstæði með
hæfu starfsfólki.
Tryggið ávallt að ekki sé togað í kapalinn, hann kraminn, skrámaður eða snúið
uppá hann, þar sem koparleiðararnir eru viðkvæmir og þurfa að halda einangrun
sinni til að koma í veg fyrir spennufall, skammhlaup eða raflost. Leggið ekki neitt
þungt á kapal sem liggur upprúllaður, þar sem spennan sem getur hlaðist upp
getur brennt gat á einangrunina.
VARÚÐ!
Viðsnúning á snúningsstefnu tengils, sem hefur engan búnað
til að víxla fösum, má aðeins framkvæma af þar til bærri
manneskju.
VARÚÐ!
Ef innibyggða mótorvörnin fer af stað stöðvast dælan, en fer
aftur af stað af sjálfu sér þegar hún hefur kólnað aftur.
ALDREI skal opna mótorinn til að framkvæma mælingar, þær
er hægt að gera á lausa enda kapalsins.
AÐVÖRUN!
Setið aldrei hendi eða aðra hluti inn í innrennslisopið undir
dæluhlífinni þegar dælan er tengd við rafmagn.
Áður en dæluhlífin er skoðuð skal ganga úr skugga um að
dælan sé ekki tengd við rafmagn.
87

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido