Bilanaleit fyrir pakkningu kolsýruhylkis
Gúmmípakkningin inni í kolsýruhylkishólfi
sódavatnstækisins er mikilvægt þétti á milli
hylkisins og tækisins. Ef pakkninguna vantar
eða hún er skemmd eða á röngum stað mun
tækið ekki virka sem skyldi. Einkenni þessa geta
verið:
•
Lekahljóð frá kolsýruhylkishólfinu þegar ýtt
er á kolsýruhnappinn.
•
Vatnsdropar inni í kolsýruhylkishólfinu eða
frosið hylki.
•
Kolsýruhylkið tæmist fljótt.
•
Kolsýruhylkið lekur þegar það er skrúfað í
tækið , jafnvel þó að ekki sé ýtt á hnappinn.
Athugun á pakkningunni
IS
1. Leggið sódavatnstækið á hliðina og skrúfið
kolsýruhylkið úr.
2. Horfið inn í kolsýruhylkishólfið. Athugið hvort
svartur hringur sé í kring um látúnspinnann.
Ef ekki farið þá yfir í „Skipt um pakkninguna"
á síðu 102.
3. Ef svartur hringur er til staðar en hann er
skemmdur eða rangt ísettur skal taka hann
úr og fara yfir í „Skipt um pakkninguna" á
síðu 102.
Skipt um pakkninguna
Aukalega pakkningu er að finna undir
undirstöðu tækisins, undir límmiða sem merktur
er „Extra Gasket". Fjarlægið límmiðann og náið í
varapakkninguna.
1
2
1. Setjið nýju pakkninguna á kolsýruhylkið.
2. Dragið sódavatnstækið yfir á hlið borðsins.
3. Setjið kolsýruhylkið í og skrúfið það fast.
Þegar kolsýruhylkið er tekið úr helst
pakkningin á sínum stað.
102
3