Descargar Imprimir esta página

Fyrirhuguð Notkun - ResMed ClimateLineAir 11 Guia Del Usuario

Ocultar thumbs Ver también para ClimateLineAir 11:

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 32
ÍSLENSKA
Um ClimateLineAir 11
Fyrirhuguð notkun
ClimateLineAir 11 er upphituð öndunarslanga sem leiðir loft í
samhæfa grímu. Tækið er ætlað til notkunar í heimahúsum og á
sjúkrahúsum.
Með ClimateLineAir 11 upphitaðri loftslöngu er hægt að nota
Climate Control-eiginleikann um leið og rakagjafinn er notaður.
Lesið þessa notendahandbók vandlega ásamt notendahandbók
tækisins áður en ClimateLineAir 11 upphitaða loftslangan er notuð.
Athugasemdir:
Ekki eru allar gerðir loftslanga í boði á öllum svæðum.
ClimateLineAir 11 er eina upphitaða slangan sem er samhæf
við AirSense 11 tækið.
Klínískur ávinningur
Klínískur ávinningur af notkun rakagjafa er sá að fækkun verður á
aukaverkunum af völdum jákvæðs loftvegaþrýstings.
Uppsetning
Uppsetning tækis og slöngu:
1. Gangið úr skugga um að tækið sé tengt og að kveikt sé á því.
2. Haldið um samskeyti upphituðu loftslöngunnar og stillið þau af
við úttakstengið aftan á tækinu.
3. Stingið slöngunni í samband þar til hún er tryggilega fest.
ClimateLine connected (ClimateLine tengt) birtist í stutta
stund á skjá tækisins.
4. Tengið grímuna við lausa enda upphituðu loftslöngunnar.
Athugið: Rafmagnstengið á enda upphituðu loftslöngunnar er
aðeins samhæft við loftúttakið á tækinu og það má ekki tengja við
grímuna.
Íslenska
1

Publicidad

loading