IS
Fara skal eftir leiðbeiningum og ábendingum
VIÐVÖRUN
Lesa skal allar öryggisleiðbeiningar, leiðbeiningar, myndskýringar og tæknilegar
upplýsingar sem fylgja með þessu rafmagnsverkfæri.
Hætta er á raflosti, bruna og/eða alvarlegum slysum ef eftirfarandi leiðbeiningum er ekki
fylgt.
▶ Geymið allar öryggisleiðbeiningar og ábendingar til síðari nota.
Lesið eftirfarandi skjöl vandlega áður en búnaðurinn er tekinn í notkun:
• þessar notkunarleiðbeiningar
• meðfylgjandi skjal "Almennar öryggisleiðbeiningar fyrir rafmagnsverkfæri"
Almennar öryggisupplýsingar
VIÐVÖRUN
Lífshætta vegna raflosts
Notkun skemmdra raftækja getur leitt til alvarlegra meiðsla eða banaslysa vegna raflosts.
▶ Áður en raftæki eru notuð skal alltaf athuga með skemmdir á rafmagnssnúru,
rafmagnskló og ræsihnappi þeirra og hvort þau eru í tæknilega góðu ástandi.
▶ Opnið ekki raftækin. Látið fagmenn sjá um að skipta um rafmagnssnúrur eða
rafmagnsklær sem eru í ólagi.
▶ Tengið raftæki við lekastraumsrofa.
▶ Gætið þess að rafmagnssnúran snerti enga hluta tækisins.
▶ Ekki ræsa raftæki fyrr en þau hafa verið sett upp á suðuvélinni og hrein og þurr Geberit
PE og Geberit Silent‑db20 rör eða fittings hafa verið spennt á.
▶ Látið yfirfara rafbúnað samkvæmt þeim fyrirmælum sem gilda á hverjum stað.
VIÐVÖRUN
Slysahætta ef öryggisbúnað vantar
▶ Ekki má breyta eða fjarlægja öryggisbúnað sem er fyrir hendi.
Viðhald og viðgerðir skulu eingöngu fara fram á viðurkenndum
verkstæðum
Ef viðhaldi rafmagnshefla er ekki sinnt eða fer ekki fram með viðeigandi hætti getur það haft alvarleg
slys í för með sér.
• Sinna skal viðhaldi á rafmagnsheflinum samkvæmt leiðbeiningum. Sjá kaflann "Viðhald".
• Viðhald og viðgerðir mega eingöngu fara fram á viðurkenndum verkstæðum. Nálgast má
heimilisföng viðurkenndra verkstæða hjá söluaðilum Geberit.
128
54043202661089163 © 02-2022
969.790.00.0(02)