IS
2. Settu skaftið á sólhlífinni í rörið og
hertu T-skrúfuna 6 (sjá mynd E).
Hertu fyrst efri T-skrúfuna og svo neðri.
Uppsetning hjóla
Skilyrði er: Sólhlífin má ekki vera í rörinu.
1. Reistu granítundirstöðuna við svo hún
standi upp á rönd.
Fáðu hjálp annarrar manneskju til
að styðja við granítundirstöðuna!
2. Skrúfaðu 4 hjól 11 í skrúfgangana á
botni granítundirstöðunnar (sjá myn-
dir F og G).
3. Stilltu granítundirstöðunni upp á rét-
tan stað.
4. Ýttu hjólalæsingunum 12 niður til að
koma í veg fyrir að granítundirstaðan
rúllu í burtu.
5. Losaðu neðri T-skrúfuna 6 og, ef við
á, efri T-skrúfuna með því að snúa
þeim rangsælis (sjá mynd E).
6. Settu skaftið á sólhlífinni í rörið og
hertu efri og neðri T-skrúfurnar 6 á ný
með því að snúa þeim réttsælis.
7. Gættu þess að: Setja skaftið á sólhlí-
finni að minnsta kosti 200 mm ofan í
rörið, helst nægilega djúpt til þess að
báðar T-skrúfurnar herðist í skaftið.
Skipt um notkunarstað
Skilyrði er: Að það sé engin sólhlíf í rö-
rinu.
1. Aflæstu hjólalæsingunum 12 og færðu
granítundirstöðuna þangað sem hún á
að vera með því að rúlla henni á hjólu-
num.
2. Ýttu hjólalæsingunum niður á ný og
settu sólhlífina aftur í undirstöðuna.
Umhirða og geymsla
Granítundirstaðan þarfnast ekki viðhalds.
Þrífa má óhreinindi með volgu sápuvatni.
Ekki skal nota sterk þvottaefni eða laus-
nir, gróft fægiefni eða hluti, klór, háþrýs-
tislöngur eða sterk leysiefni.
Reglulega skal athuga allar skrúfufestingar
(hjól, handfang) og herða þær ef þörf krefur.
24
Þegar hún er ekki í notkun, t.d. um ve-
tur, geymdu granítundirstöðuna og hjólin
á þurrum og frostlausum stað.
Framleiðsluábyrgð
Ábyrgðartími vörunnar er 36 mánuðir.
Ef þú finnur galla á þessum tíma skaltu
hafa samband við söluaðilann. Til að flý-
ta fyrir þjónustu skaltu geyma kvittunina
og vísa til gerðar og hlutarnúmer.
Granít er náttúruleg afurð og því gæti ko-
mið fram litamunur og ólík áferð.
Fyrirvari er gerður um frávik sem geta
verið í áferð og lit á milli einstakra hluta
í hverri einingu eða á milli eininga úr sa-
ma efni svo fremi sem þetta á sér orsök
í eiginleikum efnanna og eru í samræmi
við góða viðskiptahætti.
Slíkt telst ekki vera galli og fellur ekki un-
dir ábyrgð.
Undir ábyrgðina fellur ekki:
– breytingar eða veðrun á yfirborði.
Slíkt telst eðlilegt slit sem ekki verður
hjá komist.
– skemmdur af ótilætlaðri notkun (t.d.
notkun í atvinnuskyni);
– tjón sem rekja má til breytinga sem
gerðar hafa verið á búnaðinum.
Þjónusta
Kæri viðskiptavinur.
Þrátt fyrir að vörur okkar séu vandlega
skoðaðar áður en þær eru afhentar ge-
tur það komið fyrir að íhluti vanti eða þeir
hafi skemmst við flutninginn. Í slíkum tilvi-
kum biðjum við þig um að hringja í okkur
og gefa okkur upp gerð og vörunúmer.