Anleitung_NHW_110_Inox_SPK7:_
6.2 Tenging þrýstileiðslu
Þrýstileiðslan (sem ætti að vera að minnstakosti
19 mm (3/4")) á að vera tengd við tækið beint á
gengjutenginguna við þrýstileiðslutengið, um það
bil 33,3 mm (R1 IG).
Að sjálfsögðu má einnig notast beint við 13 mm
(1/2") þrýstileiðslu með viðgeigandi millistykki.
Dælugeta minnkar ef að notaðar eru þynnri
þrýstileiðslur.
Þegar að dæling með tækinu er hafin og hún
byrjar að dæla verður að opna alla krana (krana,
úðara, ventla og þessháttar) að fullu þannig að
tækið geti losað sig við loft í sogleiðslunni.
6.3 Rafmagnstenging
Rafmagnstenging þessa tækis verður að vera
tengd við 230 V ~ 50 Hz rafrás. Öryggi
rafrásarinnar verður að vera að minnstakosti 10
amper.
Mótor þessa tækis er útbúinn útsláttarrofa sem
hlífir mótor þess ef að stíflur myndast eða ef að of
mikið álag er á honum. Við ofhitun slekkur
sérstakur útsláttarrofi á tækinu og kveikir aftur á
því eftir að hitastigið hefur lækkað á ný.
7. Notkun
Stillið tækinu upp á sléttum, lágréttum og
traustum fleti.
Fyllið dæluhúsið í gegnum vatnsáfyllingarop (5)
með vatni. Ef að sogleiðslan ef fyllt með vatni
auðveldar það byrjun dælingar.
Opnið þrýstileiðslu.
Setji tækið í samband við straum. Sogun byrjar
sjálfkrafa.
- Sogun getur tekið upp að 5 mínútum við
hámarks soghæð.
Tækið slekkur á sér ef að þrýstingurinn fer yfir 3
bar.
Eftir að þrýstingurinn hefur fallið aftur vegna
vatnsnotkunar gangsetur tækið sig á ný sjálfkrafa
(gangsetningarþrýstingur er um það bil 1,5 bar).
8. Skipt um rafmagnsleiðslu
Ef að rafmagnsleiðsla þessa tækis er skemmd, verður
að láta framleiðanda, viðurkenndan þjónustuaðila eða
annan fagaðila skipta um hana til þess að koma í veg
fyrir tjón.
13.04.2011
10:15 Uhr
Seite 75
9. Hreinsun, umhirða og pöntun
varahluta
Tækið er um það bil umhirðufrjálst. Til þess að lengja
líftíma tækisins mælum við með því að yfirfara tækið
reglulega.
Varúð!
Fyrir hverja yfirfærslu verður að rjúfa strauminn að
tækinu. Takið til þess tækið úr sambandi við straum.
9.1 Umhirða
Ef að tækið á til þess að stíflast, tengið þá
þrýstileiðslu þess við vatnsleiðslu og fjarlægið
sogleiðsluna. Opnið fyrir vatnsleiðsluna.
Gangsetjið tækið nokkrum sinnum í um það bil 2
sekúndur. Þannig er hægt að losna við stíflur í
flestum tilfellum.
Í þrýstirýminu er að finna sveigjanlegan
vatnspoka og loftrými sem þolir að hámarki 1,5
bar. Ef að vatni er nú dælt inn í vatnspokann
þenst hann út og eykur þrýstinginn í loftrýminu þar
til að hámarks þrýstingi hefur verið náð. Ef að
loftþrýstingurinn er of lár verður að hækka hann.
Til þess verður að skrúfa af plastlokið og fyllta á
meiri þrýsting með dekkjaþrýstimæli.
Varúð: Fyrst verður að tæma vatnspokann
fullkomlega með vatnsaftöppunarskrúfunni
(2).
Skipt um rafmagnsleiðslu:
Varúð: Takið tækið úr sambandi við straum!
Ef að rafmagnsleiðsla tækisins er skemmd
verður að láta skipta um hana af
viðurkenndum rafmagnsfagaðila.
Inni í tækinu eru engir aðrir hlutir sem hirða þarf
um.
D
9.2 Geymsla
Áður en að ekki á að nota tækið til lengri tíma
verður að skola hana vel í gegn og tæma hana
alveg og láta hana þorna að lokum.
Við frosthættu verður að tæma tækið fullkomlega.
Eftir að tækið hefur staðið til lengri tíma á
notkunar verður að gangsetja það í stutta stund til
þess að sjá hvort að dæluhjólið virki rétt.
9.3 Pöntun varahluta:
Þegar að varahlutir eru pantaðir ættu eftirfarandi atriði
að vera tilgreind;
Gerð tækis
Gerðarnúmer tækis
Númer tækis
Varahlutanúmer þess varahlutar sem panta á
Verð og upplýsingar eru að finna undir
www.isc-gmbh.info
IS
75