Descargar Imprimir esta página

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 36

FYRIR NOTKUN

• Ef stigapallurinn er afhentur með jöfnunarstöngum skal notandinn koma þessum stöngum
fyrir áður en notkun stigapallsins hefst.
• Skoðaðu stigapallinn eftir afhendingu og fyrir notkun til að staðfesta ástand og virkni allra íhluta.
• Ekki nota skemmdan stigapall.
• Tryggðu að líkamsástand þitt hæfi notkun sundurdraganlega stigapallsins. Ákveðnir
sjúkdómar eða lyf, misnotkun áfengis eða fíkniefna geta gert notkun stigapalls óörugga.
• Tryggðu að stigapallurinn henti verkinu.
• Fjarlægðu alla mengun af stigapallinum, til dæmis blauta málningu, aur, olíu eða snjó.
• Ef um atvinnunotkun er að ræða skal áhættumat fara fram í samræmi við lög í notkunarlandi.
• Auðkennið alla rafmagnshættu á vinnusvæðinu, til dæmis loftlínur eða útsettan rafbúnað,
og ekki nota stigapall þegar rafmagnshætta er til staðar.
• Tryggðu að allur lásbúnaður fyrir framlengdar rimar/þrep sé skoðaður og læstur fyrir hverja
notkun.
• Stigapallinn skal nota/geyma við hitastig á bilinu -20 - +60 gráður °C.
FYRIR NOTKUN, ÁVALLT ATHUGA
• Hvort hliðarstykkin (stoðir) séu ekki sveigð, bogin, snúin, dælduð, sprungin eða tærð
• Hvort sundurdraganlegu slöngurnar í kringum festipunktana fyrir aðra íhuti séu í góðu ástandi
• Hvort festingar (yfirleitt hnoðnaglar, skrúfur eða boltar) vanti, séu lausar eða tærðar
• Hvort rimar vanti nokkuð, séu lausar, með miklu sliti, tærðar eða skemmdar
• Hvort lamir að framan og aftan séu skemmdar, lausar eða tærðar
• Hvort stýrifestingar vanti nokkuð, séu skemmdar, lausar eða tærðar og virkjaðar rétt á
samsvarandi hliðarstykki
• Hvort gúmmífætur og endalok vanti nokkuð, séu lausa, með miklu sliti, tærð eða skemmd
• Hvort lásgrip séu skemmd eða tærð og virki rétt
Ef einhver af athugunum að ofan eru ekki í góðu lagi þá ættir þú EKKI að nota stigapallinn.
A- STIGAPALLURINN OPNAÐUR
Sundurdraganlega stigapallinn má opna í þremur mismunandi hæðum. Þrepin, sem eru í hlu-
tum, læsast sjálfkrafa þegar þú dregur þau út.
1. Leggðu stigapallinn á bakhliðina og taktu hann út. Athugaðu hvort miðgripið krækist í og
læsi pallinum.
2. Taktu stigapallinn út sem læsist þá sjálfkrafa.. Athugaðu hvort hann sé læstur.
3. Snúðu stigapallinum upp. Stigapallurinn er núna í hæð 1.
4. Ef opna skal stigapallinn í hæð 2 skal opna efsta hluta þrepanna. Haltu stigapallinum kyr
rum á einum enda með fæti á neðstu rim. Taktu tryggilega um stigapallinn og togaðu hann upp
á meðan þú heldur í miðrimina. ATH! Láshnapparnir eru læstir þegar þeir smella í slöngurnar.
5. Ef opna skal stigapallinn í hæð 3 skal framkvæma sama skref og hér að ofan þegar opnað er
í hæð 2.
B – STIGAPALLURINN LÆKKAÐUR
Lækkaðu stigapallinn í hæð 2 eða hæð 1 eins og hér segir:
6. Opnaðu og þrýstu á stigapallinn á einum enda með því að byrja neðst og færa þig upp.
Byrjaðu á að losa rennilásana neðst niðri. Losaðu einn lás í einu á meðan þú heldur í
stigapallinn með hinni hendinni.
IS

Publicidad

loading