HREINSUN
Til að viðhalda öryggi og virkni stigapallsins þurfa hliðarstykki og rimar ávallt að vera hrein.
Óhreinindi, leifar, málningablettir, lím o.s.frv. þarf að þurrrka af áður en stigapallurinn er
lokaður. Hreinsaðu stigapallinn með tusku og smávægilegu magni af leysiefni. Ef þörf krefur,
við hreinsun, má meðhöndla sundurdraganlegu slöngurnar með sílíkonúða. Úðið á slönguna og
þurrkið. Stigapallurinn verður ávallt að vera þurr svo að ryk dragi ekki úr virkni hans.
ÞJÓNUSTA OG VIÐHALD
Þjónustu- og viðhaldsvinna verður ávallt að vera framkvæmd af viðurkenndu þjónustuverkstæði
sem ákvarðar viðeigandi aðgerð hverju sinni. Vinsamlegast hafðu samband við framleiðanda
eða dreifingaraðila til að fá upplýsingar um þjónustu og viðhald.
Ef gúmmífætur og endalok eru að verða slitin skal skipta um þau til að tryggja hámarks öryggi.
Aldrei skal nota stigapallinn án gúmmífóta (hrösunarvörn) og endaloka til að hindra það að ryk,
málmflísar eða álíka berist inn í slöngurnar. Nýja fætur/endalok má fá frá söluaðilum. Aðeins má
nota upprunalega varahluti í öryggisskyni.
Hafðu samband við söluaðila þinn til að fá upplýsingar um staðsetningu næsta viðurkennda
þjónustuaðila ef þörf er á þjónustu eða viðhaldi.
FLUTNINGUR OG GEYMSLA
Ávallt skal bera og flytja stigapallinn alveg lokaðan og varinn til að verja slöngurnar gegn
skemmdum sem geta dregið úr virkni stigapallsins.
Stiginn skal geymdur:
• Fjarri svæðum þar sem ástand hans gæti versnað hraðar (t.d. raki, óhóflegur hiti,
útsetningur fyrir náttúruöflum).
• Þar sem hann getur ekki orðið fyrir skemmdum vegna ökutækja, þungra hluta eða aðskotaefna.
• Þar sem hann getur ekki orsakað hrösunarhættu eða tálma.
• Þar sem ekki er greiður aðgangur að honum í glæpsamlegu skyni.
• Varanlega staðsettur (t.d. vinnupallar) og/eða tryggður gegn óheimilaðri notkun (t.d. af börnum).
ÁBYRGÐARSKILYRÐI
Framleiðandinn ábyrgist að varan er laus við efnislega eða framleiðslugalla. Ef hægt er að sýna
fram á efnislega eða framleiðslugalla á efni eða framleiðslu á kaupandinn rétt á viðgerð á vörun-
ni eða endurnýjun í samræmi við gildandi lög varðandi sölu á neysluvörum í innkaupslandinu.
Framleiðandinn ber ábyrgð á göllum á vörunni einu ári frá innkaupsdegi.
Framleiðandinn ber ekki ábyrgð á göllum á vörunni ef augljóst er að þeir stafa af því að hún:
• Er ekki notuð eins og lýst er í leiðbeiningunum.
• Er ekki hreinsuð, viðhaldi sinnt, geymd eða flutt í samræmi við leiðbeiningarnar.
• Er sett aftur saman, breytt eða verður fyrir öðru ytra tjóni eða slysi óvart vegna hlutar eða efnis.
• Verður fyrir yfirálagi.
• Viðgerð er framkvæmd af óheimiluðum þjónustuaðila eða ef notast er við varahluti sem eru
ekki upprunalegir.
• Er ekki rétt uppsett.
Hefðbundið slit er ekki álitið galli.
Sönnun á kaupum þarf að framvísa fyrir allar ábyrgðarkröfur. Ef kaupandi vill leggja fram
kröfu varðandi galla verður söluaðilinn að fá tilkynningu þess efnis innan eðlislegs tíma eftir
að gallinn er uppgötvaður, eða innan tímabils sem viðurkennt er í innkaupalandinu.
IS