NOTKUNARLEIÐBEININGAR
is
MIKILVÆGT: Lesið leiðbeiningarnar vandlega áður en byrjað er að nota OUTDOORCHEF-gasgrillið og COOKING ZONE KIT PLUS.
MIKILVÆGT:
Raðnúmer COOKING ZONE KIT PLUS kemur fram á upplýsingalímmiðanum á COOKING ZONE KIT PLUS.
Mikilvægt er að hafa raðnúmerið og vörunúmerið við höndina til að flýta fyrir fyrirspurnum, þegar varahlutir eru pantaðir og fyrir allar
ábyrgðarkröfur. Geymið notkunarleiðbeiningarnar á vísum stað. Þær innihalda mikilvægar upplýsingar um öryggi, notkun og viðhald.
Vinsamlegast skrifaðu niður raðnúmerið á grillinu þínu í svæðinu hér að ofan „Serial No.".
MIKILVÆG ÖRYGGISATRIÐI
Allir sem nota grillið og COOKING ZONE KIT PLUS verða að kynna sér nákvæmlega hvernig kveikt er upp og fara eftir leiðbeiningunum.
Börn mega ekki nota grillið.
Fylgja skal uppsetningarleiðbeiningunum nákvæmlega. Röng uppsetning getur haft hættulegar afleiðingar.
Gætið þess að hafa enga eldfima vökva og efni eða varagaskúta nálægt grillinu. Aldrei má koma grillinu eða gaskútnum fyrir í lokuðu rými
án loftræstingar.
Lesið leiðbeiningarnar vandlega áður en byrjað er að nota kúlugasgrillið með COOKING ZONE KIT PLUS. Einnig verður að fylgja sérstöku
leiðbeiningunum fyrir grillið. Eingöngu má nota grillið með COOKING ZONE KIT PLUS utandyra og það verður að standa í öruggri fjarlægð
frá brennanlegum efnum, minnst 1,5 m frá.
GASKÚTAR
Sjá öryggisleiðbeiningarnar í sérstöku notkunarleiðbeiningunum sem fylgja með grillinu.
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
Geymið þessar notkunarleiðbeiningar svo hægt sé að grípa til þeirra hvenær sem þörf krefur.
Farið eftir leiðbeiningum í kaflanum LEIÐBEININGAR UM HVERNIG KVEIKT ER UPP Í GRILLINU þegar grillið er tekið í notkun.
•
Eingöngu til nota utandyra.
•
Lesið notkunarleiðbeiningarnar áður en grillið er tekið í notkun.
•
VARÚÐ: Aðgengilegir hlutir geta verið mjög heitir. Haldið börnum fjarri.
•
Grillið má ekki vera nálægt brennanlegum efnum þegar það er í notkun.
•
Færið ekki grillið meðan á notkun stendur.
•
Eftir notkun skal skrúfa fyrir gasið á gaskútnum.
•
Notið grillið aldrei undir þakskyggni.
•
Ýtið ekki grillum á hjólum yfir óslétt undirlag eða þrep.
•
Notið hlífðarhanska þegar komið er við heita hluti.
•
Stillið gasstillihnappinn alltaf á
•
Gætið þess að gasstillihnappurinn sé á
MIKILVÆGT: Grillið má ekki vera nálægt neinum íkveikjuvöldum.
•
Athugið alla tengihluti samkvæmt leiðbeiningum í LEKAPRÓFUN þegar búið er að tengja nýjan gaskút við.
og skrúfið fyrir gaskútinn eftir notkun.
og skrúfað fyrir gaskútinn þegar skipt er um gaskút.
OUTDOORCHEF.COM
104