COOKING ZONE KIT PLUS – MIKIÐ MEIRA EN HLIÐARBRENNARI, 3 NOTKUNARSVIÐ
Eins og nafnið gefur til kynna er nýi COOKING ZONE KIT PLUS meira en bara venjulegur hliðarbrennari, því hann býður upp á mun breiðara
hitasvið. Á meðan venjulegir hliðarbrennarar eru yfirleitt ætlaðir fyrir meðalhátt og hátt hitastig er einnig hægt að nota COOKING ZONE KIT PLUS
við matseld sem krefst lægra hitastigs (til að elda pastasósur, súpur, kássur o.s.frv.).
Það sem gerir þetta mögulegt er ný hönnun brennarans og að hægt er að nota hliðarbrennarann í þremur mismunandi hæðum.
Lögun sterkbyggðrar steypujárnsgrindarinnar gerir það tilvalið að nota OUTDOORCHEF BBQ Wok-pönnuna á COOKING ZONE KIT PLUS,
en hún smellpassar á grindina (án þess að nota þurfi millihring).
Settið samanstendur af hliðarborði með styrkingu, stoð til að halda grillinu stöðugu og COOKING ZONE PLUS.
Hár hiti
Með snúningshnappi standa til boða fjölbreyttir notkunarmöguleikar
við hátt hitastig
•
Snöggsteikja kjöt, fisk og grænmeti
Meðalhár hiti
Með snúningshnappi standa til boða fjölbreyttir notkunarmöguleikar
við meðalhátt hitastig
•
Steikja eða gufusjóða kjöt, fisk og grænmeti
•
Steikja sterkjuríkt grænmeti, t.d. kartöflur, rösti o.s.frv.
Lítill hiti
Með snúningshnappi standa til boða fjölbreyttir notkunarmöguleikar
við lægra hitastig
•
Sjóða sósur, súpur, pottrétti og hrísgrjónarétti
108
OUTDOORCHEF.COM