AS608/AS608e Notendaleiðbeiningar - íslenska
AS608/AS608e athugunar heyrnarmælir er hannaður til að athuga heyrnartap. Úttak og sérstök gerð
af tæki er byggt á prófunar eiginleika auðkennir notandan og getur verið breytilegur eftir umhverfi og
upptökuskilyrðum. Athugun heyrnartaps með þessari gerð heyrnarmælis ræðst af samskiptum við
sjúklinginn. það ætti ekki að sleppa við önnur merki ef útkoman er "eðlileg heyrn". Það ætti
framkvæma heildar hljóðmat ef áhyggjur um heyrnarnæmi heldur áfram
AS608/AS608e athugunar heyrnarmælir er ætlaður til notkunar af heyrnarlækni, heilbrigðisfólki eða
þjálfuðum tæknimanni í rólegu umhverfi. Það er mælt með að tækinu sé stjórnað innan umhverfishita
á milli 15-35 gráðum Celsíus
AS608e býður upp á þrjá nýja tæknikosti til viðbótar við eiginleika AS608:
Samhæfni við tölvu með Diagnostic Suite hugbúnaðinum. Nú er hægt að flytja á milli og birta
heyrnarlínurit í Windows-hugbúnaðinum og vista það í gagnagrunnunum OtoAccess(TM) eða
Noah. Diagnostic Suite býður einnig upp á ítarlega skýrslugerðar- og prentunarvalkosti (svipað
og AC440-hugbúnaðareiningin). Notkunarleiðbeiningar fyrir tölvuhugbúnaðarsvítuna eru í
Diagnostic Suite handbókinni.
Auk hefðbundinna handvirkra prófa, inniheldur AS608e einkaleyfisbundna Hughson Westlake
sjálfvirka greinimarkaprófið, sem er samræmt við ISO 8253 staðalinn. Þegar prófinu er lokið er
einfalt að sækja niðurstöðurnar úr innra minni AS608.
Eiginleikinn Talk Forward einfaldar notkun AS608e, einkum við uppsetningu í
hljóðeinangruðum klefa.
1. Aðeins má nota hljóðstyrk sem hæfir sjúklingnum.
2. Hljóðgjafar (heyrnartól, beinleiðnitól o.s.frv.) sem fylgja tækinu eru samstillt því – stilla þarf að
nýju ef skipt er um hljóðgjafa.
3. Mælt er með því að hlutarnir sem snerta sjúklinginn beint (t.d. púðar á heyrnartóli) séu
sótthreinsaðir samkvæmt hefðbundnum aðferðum áður en þeir eru notaðir á næsta sjúkling. Í
þessu felst raunveruleg hreinsun og notkun viðurkennds sótthreinsiefnis. Fylgja skal
leiðbeiningum hvers framleiðanda um notkun sótthreinsiefna til að tryggja viðunandi hreinsun.
4. Þó tækið uppfylli viðkomandi kröfur tilskipunar Evrópusambandsins um rafsegulsviðssamhæfi
(EMC) skal gæta þess að forðast óþarfa rafsegulsvið nálægt því, t.d. frá farsímum o.s.frv. Ef
tækið er notað nálægt öðrum búnaði þarf að gæta þess að tækin trufli ekki hvert annað.
5. Farga skal rafhlöðum í samræmi við reglugerðir í hverju landi.
Dags.: 2011-02-15
Notkunarsvið
Aukaeiginleikar:
Varúðarráðstafanir
AÐVÖRUN gefur til kynna hættuástand sem gæti endað með dauðsfalli eða
alvarlegum meiðslum, sé því leyft að skapast.
VARÚÐ, notað með öryggisviðvörunartákninu, gefur til kynna hættuástand
sem gæti valdið smávægilegum eða miðlungs meiðslum, sé því leyft að
skapast.
ATHUGIÐ er notað um vinnuferli sem tengjast ekki slysum á fólki.
Bls. 1/7